Innlent

Duglegir drengir fjarlægðu svell af sparkvelli

Frá vinstri. Daníel Dagur Bogason, Anton Logi Lúðvíksson, Ólafur Guðmundsson, Börkur Darri Hafsteinsson, Brynjólfur Már Ólafsson
Frá vinstri. Daníel Dagur Bogason, Anton Logi Lúðvíksson, Ólafur Guðmundsson, Börkur Darri Hafsteinsson, Brynjólfur Már Ólafsson Vísir/Aðsent
Fimm piltar úr Lindahverfinu í Kópavogi voru búnir að fá nóg af því að komast ekki út í knattspyrnu vegna svellbunka sem var á gervigrasinu við Lindaskóla. Þeir gerðu sér lítið fyrir og mættu með skóflur á völlinn í gær og fjarlægðu allan klakann af vellinum.

Að verki loknu var í fyrsta sinn á árinu hægt að spila knattspyrnu á vellinum. Talið er að vegna veðurs hafi ekki verið hægt að spila fótbolta á vellinum í 132 daga.

Íbúar í Lindahverfi reiknuðu út að svellbunkinn sem strákarnir fjarlægðu í gær hafi vegið eitt og hálft tonn.

Sannarlega duglegir piltar þarna á ferð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×