Innlent

Lögreglan varar við svikahröppum á Bland

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Svikamál hafa nokkrum sinnum komið upp í tengslum við þessa síðu - en þar eru stunduð allumfangsmikil viðskipti með allt á milli himins og jarðar.
Svikamál hafa nokkrum sinnum komið upp í tengslum við þessa síðu - en þar eru stunduð allumfangsmikil viðskipti með allt á milli himins og jarðar.
Lögreglan hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún varar fólk við svikahrappum á vefsíðunni Bland.is.

Í tilkynningunni er sagt frá manni sem keypti Samsung farsíma í gegnum vefsíðuna. Maðurinn samþykkti að greiða 40 þúsund fyrir símann. Samkomulagið við seljanda símans fól í sér að borga 20 þúsund fyrir afhendingu símans og svo 20 þúsund eftir að síminn væri kominn í hendur kaupanda.

Síðan maðurinn gekk frá fyrri greiðslunni hefur hann ekki náð í seljandann og hefur því leitað til lögreglu vegna málsins.

Í tilkynningu segir: „Lögregla varar fólk við viðskiptum af þessu tagi, því dæmi eru um að þeir sem hafa talið sig vera að kaupa hluti hafa setið uppi án þess að fá þá í hendur, og jafnframt einhverri fjárhæð fátækari.”

Svikamál hafa nokkrum sinnum komið upp í tengslum við þessa síðu - en þar eru stunduð allumfangsmikil viðskipti með allt á milli himins og jarðar.


Tengdar fréttir

Leita uppi braskara

Miðar á tónleika Justins Timberlake sem seldir eru á svörtum markaði gætu orðið ógildir

Sveik 25 manns um miða á Króatíuleikinn

Karlmaður á þrítugsaldri á hefur verið ákærður fyrir fjársvik, fjárdrátt og umboðssvik en hann þóttist hafa miða til sölu á fyrri umspilsleik Íslands og Króatíu um laust sæti á HM í nóvember.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.