Innlent

Bæjarstjóri hafnar ásökunum

Skuldir Hafnarfjarðarbæjar nema nú um 40 milljörðum króna.
Skuldir Hafnarfjarðarbæjar nema nú um 40 milljörðum króna.
Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, segir Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur bæjarstjóra neita bæjarfulltrúum flokksins um gögn um tilboð Íslandsbanka í endurfjármögnun á þrettán milljarða skuldum bæjarins.

Rósa sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem segir meðal annars að staðan sé ekki viðunandi í ljósi þess að ætlast sé til að málið verði afgreitt á næsta bæjarstjórnarfundi innan fárra daga.

Guðrún Ágústa hafnar því að gögnum sé leynt.

„Vinnan við endurfjármögnunina var kynnt í bæjarráði í síðustu viku þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á tvo fulltrúa og þar gafst fullt tækifæri til að óska eftir frekari upplýsingum og það var boðið upp á að vera í beinu sambandi við ráðgjafa sveitarfélagsins og það var ítrekað í tölvupósti til Rósu Guðbjartsdóttur um helgina,“ segir Guðrún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×