Erlent

Bílum meinaður aðgangur að París

Vísir/AFP
Sökum mikillar mengunar í stórborginni París í Frakklandi hafa yfirvöld ákveðið að grípa til þess að banna bíleigendum að aka inn í miðborgina í dag. Öllum bifreiðum með númeraplötur sem enda á oddatölu verður bannað að koma inn í borgina og eru háar sektir lagðar á þá sem láta freistast.

Ef ástandið lagast ekki fyrir morgundaginn verður öllum bílum með slétta tölu í lok númersins sagt að halda sig heima.

Mengunin hefur nú verið yfir viðmiðunarmörkum í fimm daga í röð og því var ákveðið að grípa til þessara róttæku aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×