Innlent

Grunaður afbrotamaður faldi sig undir rúmi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Lögreglan hafði veitt manninum eftirför um götur Reykjanesbæjar. Honum tókst að komast undan og hélt heim til þar sem hann faldi sig.
Lögreglan hafði veitt manninum eftirför um götur Reykjanesbæjar. Honum tókst að komast undan og hélt heim til þar sem hann faldi sig.
Lögreglan fann ökumann sem var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, í felum undir rúmi um helgina. Þetta kemur framí tilkynningu frá lögreglu.

Lögreglan hafði veitt manninum eftirför um götur Reykjanesbæjar. Honum tókst að komast undan og hélt heim til þar sem hann faldi sig. Lögreglumenn þekktu manninn og vissu hvar hann átti heima og höfðu upp á honum þar.

Hann hefur brotið af sér – hann hefur gerst sekur um fíkniefnabrot.

Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að hann hafði neytt áfengis og amfetamíns.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×