Innlent

Maður yfirheyrður vegna dýraníðs

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Rannsókn málsins er enn í fullum gangi.
Rannsókn málsins er enn í fullum gangi. Vísir/Heiða
Einn maður hefur verið yfirheyrður vegna meints dýraníðs á Kirkjulandi í Kjalarnesi fyrr í þessum mánuði.

Rannsókn málsins er enn í fullum gangi, en lögreglu hafa borist nokkrar ábendingar vegna atviks á Kjalarnesi þar sem hryssa fannst með áverka á kynfærum eftir eggvopn.

Ekki hefur tekist að tengja manninn við málið og ekkert bendir til þess að hann hafi verið á staðnum. Lögreglan útilokar ekki að hryssan hafi getað skorið sig öðruvísi, þrátt fyrir að líklegt teljist að hann sé af mannavöldum. RÚV greinir frá.

Lögreglan óskar eftir upplýsingum um mannaferðir við Kirkjuland á Kjalarnesi þann 8. og 9. Mars. Þeir sem þær geta veitt eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000 eða í tölvupósti á abending@lrh.is


Tengdar fréttir

Hross fá samskonar áverka erlendis

Umræðan um "brenglaða menn sem skera hryssur" á sér langa sögu og hefur skotið upp kollinum víðsvegar á Norðurlöndum. Ekki er hægt að sanna að raunverulegur dýraníðingur hafi verið á ferð hér á landi og veitt hryssum áverka á kynfærum eins og fullyrt hefur verið.

Hryssu misþyrmt á kynfærum

Dýralæknir segir málinu svipa til ódæðisverka sem framin voru víða um land árið 2011 þegar fjölda hrossa var misþyrmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×