Fleiri fréttir

Rafgeymar Dreamliner þotunnar eru í lagi

Sérfræðingar frá bandaríska öryggiseftirlitinu hafa komist að því að ekkert sé að rafgeymunum í Dreamliner þotunum sem rannsakaðar hafa verið á vegum bandarískra flugmálayfirvalda undanfarna daga.

Harpa kostaði 17,5 milljarða

Heildarkostnaður við byggingu tónlistarhússins Hörpu er talinn vera 17,5 milljarðar króna. Þá hafa stjórnarmenn í félögum sem tengjast tónlist Hörpu fengið ríflega fjörutíu milljónir í sinn hlut frá því í maí 2011.

Langaði að geta kysst börnin sín góða nótt

"Draumurinn var að geta með þessum hætti sameinað fjölskyldulífið og vinnuna. Reka lítinn heimilislegan veitingastað nánast inni á heimilinu," segir Völundur Snær Völundarson veitingamaður. "Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði."

Framsóknarmenn eru líklegastir til að eiga byssu

Hinn dæmigerði íslenski skotvopnaeigandi er karlmaður yfir fimmtugu sem býr á landsbyggðinni og kýs Framsóknarflokkinn. Þetta má lesa úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í síðustu viku. Fjórðungur íslenskra karlmanna á byssu samkvæmt könnuninni.

Fjórir létu lífið í snjóflóði

Fjórir létu lífið þegar sex manna gönguhópur lenti í snjóflóði í hálöndum Skotlands síðdegis í dag. 24 ára kona var flutt á spítala en ástand hennar er talið alvarlegt.

Samdráttur fram úr svörtustu akstursspá

Umferð um Víkurskarð hefur dregist saman um tólf prósent frá árinu 2010. Umferð um skarðið í fyrra reyndist hálfu prósentustigi minni en dekksta spáin sem sett var fram í Endurskoðaðri umferðarspá um Vaðlaheiðargöng 2016 til 2040.

Snæfríður Baldvinsdóttir bráðkvödd

Snæfríður Baldvinsdóttir, fyrrverandi lektor við Háskólann á Bifröst, var bráðkvödd á heimili sínu í gær. Foreldrar hennar eru Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins.

Mikið um lús í ár

Lúsin kemur alltaf af og til upp í skólum en skólahjúkrunarfræðingar á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í haust skráð 102 lúsartilfelli.

Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos

Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld.

Fáir skjólstæðingar Stígamóta leituðu til Neyðarmóttöku vegna nauðgana

Einungis tuttugu af þeim hundrað og fjörutíu sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu áður leitað til Neyðarmóttöku vegna nauðgana. Talskona samtakanna vill að móttakan verði bætt til muna og flutt frá bráðaþjónustunni, en hún hefur skorað á velferðarráðherra að beita sér í málinu.

Árni Páll með yfirhöndina samkvæmt nýrri könnun

Árni Páll Árnason nýtur sextíu og tveggja prósenta stuðnings á meðal Samfylkingarfólks samkvæmt könnun fréttastofu Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Guðbjartur Hannesson mælist með þrjátíu og sjö prósenta fylgi.

Fékk hjartaáfall í sundi

Maður var hætt kominn í sundlauginni í Laugardal skömmu fyrir hádegi í dag. Maðurinn fékk hjartaáfall. Starfsfólk laugarinnar veittu honum skyndihjálp auk þess sem notast var við hjartastuðtæki.

Fimm hryðjuverkamenn á lífi

Fimm hryðjuverkamenn, sem réðust á gasvinnslustöðina í Alsír á miðvikudaginn, eru lifandi og í haldi alsírskra yfirvalda. Þetta kemur fram á BBC í dag.

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna lýsir yfir þungum áhyggjum

Stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna lýsir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem yfirvofandi er vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum almennt og Barnaspítala Hringsins sérstaklega. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

Dagur styður Guðbjart í formanninn

Dagur B Eggertsson fráfarandi varaformaður Samfylkingarinnar styður Guðbjart Hannesson velferðarráðherra í embætti formanns flokksins.

Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp

Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum.

Ung kona hrækti á lögreglumann

Ung kona hrækti á lögreglumann og gaf upp rangt nafn þegar bifreið hennar var stöðvuð í Hafnarfirði rétt rúmlega sjö í morgun.

Batmobile fór á 596 milljónir

Hinn upprunanlegi Batmobile seldist á uppboði í Bandaríkjunum í gær fyrir 4.620.000 dollara, eða tæpar 600 milljónir króna. Bíllinn er frá árinu 1966. Seljandinn er sá sem breytti þessum Lincoln Futura Concept í Batmobile fyrir Batman sjónvarpsþætti og leikarinn Adam West ók um á í Gotham og eltist við illmenni. Eigandinn heitir George Barris og hefur átt bílinn alveg frá upphafi. Hann keypti Lincoln bílinn af Ford, sem framleiðir Lincoln bíla, árið 1965 á 1 dollar, hvernig sem hann fór að því. Hann hefur því ávaxtað pund sitt vel, eða dollar öllu heldur og næstum fimm milljónfaldað hann. Hann fer því vafalaust hlæjandi í bankann á morgun og leysir út tékkann stóra. Bíllinn seldist á Barrett-Jackson bílauppboðinu í Scottsdale í Arizona. Lincoln bíllinn er af árgerð 1955 og er einmitt með réttu stílhrifin af bílum þess tíma, ógnarstór og með "vængi“. Barris fékk aðeins þrjár vikur og 15.000 dollara til þess að breyta bílnum árið 1965 fyrir tökur á Batmanþáttunum og tókst bara ágætlega til.

Obama sver embættiseiðinn í dag

Barack Obama sver í dag embættiseið fyrir annað kjörtímabilið sitt sem forseti Bandaríkjanna við litla athöfn í Hvíta Húsinu.

Verkfall í Belgíu skaðar Ford

Áætlanir Ford að loka verksmiðju sinni í Genk í Belgíu á næsta ári leiddu til þess að starfsmenn hafa lagt niður vinnu í 3 mánuði og enginn bíll hefur komið frá verksmiðjunni frá því 24. október. Í verksmiðjunni voru smíðaðir Ford Mondeo, S-Max og Galaxy. Ford hefur ekki ennþá tekist að semja við starfmennina og verkalýðsfélag þeirra og ítrekuð tilraun þeirra í síðustu viku bar engan árangur. Hamlar þetta verulega afhendingu á þessum bílgerðum. Ford ætlar líka að loka verksmiðju sinni í Southampton í Bretlandi og með því fækkar starfsmönnum Fod um 6.200 starfmenn eða um 13% starfsmanna Ford í Evrópu. Eru þetta viðbrögð Ford við minnkandi sölu bíla þeirra í álfunni og viðleitni þeirra til að stöðva viðvarandi tap fyrirtækisins þar. Stefnir í að Ford tapi 193 milljörðum króna árin 2012 og 2013 á rekstri sínum í álfunni. Ef allt væri eðlilegt í Genk væru þar framleiddir 1.000 bílar á dag.

Maðurinn fundinn - umfangsmikilli leit lokið

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa fundið manninn sem leitað var á Esju síðan síðdegis í dag. Var hann staddur efst í Gunnlaugsskarði og í ágætu ástandi miðað við aðstæður. Björgunarmenn eru nú að fylgja honum niður af fjallinu.

Hulunni svipt af hryllilegu dýraníði

Dýraverndunarsinnar í hópnum Hillside kom upp um andstyggilegt dýraníð í sláturhúsi í Bretlandi á dögunum. Eftir átta vikna rannsókn tókst þeim að góma tvo menn sem misþyrmdu hestum á ófyrirleitinn hátt.

Mannshvörfin fá sterk viðbrögð

"Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi.

Ótrúlegt tilræði - byssan brást á sviðinu

Búlgarski stjórnmálamaðurinn Ahmed Dogan er líklega einn sá heppnasti þessa vikuna, en maður sem hugðist myrða hann á sviði, þar sem Dogan hélt ræðu, mistókst, eingöngu vegna þess að byssan sem hann beindi að höfði Dogan brást.

Sjá næstu 50 fréttir