Fleiri fréttir Norsku skipunum gengur vel á loðnumiðunum Norsku loðnuskipunum, sem fóru að tínast á miðin austur af landinu á föstudag, hefur gengið vel og eru fimm þeirra á heimleið með fullfermi. 21.1.2013 06:46 Rafgeymar Dreamliner þotunnar eru í lagi Sérfræðingar frá bandaríska öryggiseftirlitinu hafa komist að því að ekkert sé að rafgeymunum í Dreamliner þotunum sem rannsakaðar hafa verið á vegum bandarískra flugmálayfirvalda undanfarna daga. 21.1.2013 06:44 Dönsk kirkja auglýsir eftir presti, verður að vera trúaður Sóknarnefnd Mejdal kirkjunnar sem er skammt frá Viborg í Danmörku hefur auglýst eftir nýjum sóknarpresti. Það vekur athygli í Danmörku að í auglýsingunni er þess krafist að viðkomandi prestur trúi á guð. 21.1.2013 06:41 Unglingur skaut fjölskyldu til bana með hríðskotariffli Lögreglan í Nýju Mexíkó hefur handtekið 15 ára gamlan dreng sem sakaður er um að hafa myrt fimm manns úr eigin fjölskyldu. Hinir myrtu eru prestur, eiginkona hans og þrjú af börnum þeirra. 21.1.2013 06:34 Talið að 80 manns hafi fallið í Alsír Tala fallinna eftir gíslatökuna í gasvinnslustöðinni Almenas í Alsír heldur áfram að hækka. Um 80 manns hafa fundist látnir í stöðinni. 21.1.2013 06:28 VR samþykkir drögin hjá ASÍ og SA Stjórn VR hefur veitt formanni félagsins fullt umboð til þess að samþykkja framlengingu samninga til nóvemberloka í ár. 21.1.2013 06:26 Harpa kostaði 17,5 milljarða Heildarkostnaður við byggingu tónlistarhússins Hörpu er talinn vera 17,5 milljarðar króna. Þá hafa stjórnarmenn í félögum sem tengjast tónlist Hörpu fengið ríflega fjörutíu milljónir í sinn hlut frá því í maí 2011. 21.1.2013 06:00 Langaði að geta kysst börnin sín góða nótt "Draumurinn var að geta með þessum hætti sameinað fjölskyldulífið og vinnuna. Reka lítinn heimilislegan veitingastað nánast inni á heimilinu," segir Völundur Snær Völundarson veitingamaður. "Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði." 21.1.2013 06:00 Framsóknarmenn eru líklegastir til að eiga byssu Hinn dæmigerði íslenski skotvopnaeigandi er karlmaður yfir fimmtugu sem býr á landsbyggðinni og kýs Framsóknarflokkinn. Þetta má lesa úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í síðustu viku. Fjórðungur íslenskra karlmanna á byssu samkvæmt könnuninni. 21.1.2013 06:00 Fjórir létu lífið í snjóflóði Fjórir létu lífið þegar sex manna gönguhópur lenti í snjóflóði í hálöndum Skotlands síðdegis í dag. 24 ára kona var flutt á spítala en ástand hennar er talið alvarlegt. 21.1.2013 00:22 Samdráttur fram úr svörtustu akstursspá Umferð um Víkurskarð hefur dregist saman um tólf prósent frá árinu 2010. Umferð um skarðið í fyrra reyndist hálfu prósentustigi minni en dekksta spáin sem sett var fram í Endurskoðaðri umferðarspá um Vaðlaheiðargöng 2016 til 2040. 21.1.2013 00:01 Jarðaður 132 árum eftir að hann var tekinn af lífi Jarðneskar leifar eins nafntogaðasta ástralska útlagans, Neds Kelly, voru nýlega grafnar, um 132 árum eftir að hann var tekinn af lífi. 20.1.2013 21:12 Snæfríður Baldvinsdóttir bráðkvödd Snæfríður Baldvinsdóttir, fyrrverandi lektor við Háskólann á Bifröst, var bráðkvödd á heimili sínu í gær. Foreldrar hennar eru Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins. 20.1.2013 20:15 Mikið um lús í ár Lúsin kemur alltaf af og til upp í skólum en skólahjúkrunarfræðingar á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í haust skráð 102 lúsartilfelli. 20.1.2013 19:36 Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20.1.2013 19:30 Matarkarfa Stöðvar 2 hækkað um 12 prósent á tveimur árum Matarverð hefur hækkað um tólf prósent á tveimur og hálfu ári ef marka má matarkörfu Stöðvar 2. Lýsi og AB mjólk hækka mest, en engin vara hefur lækkað. 20.1.2013 19:23 Fáir skjólstæðingar Stígamóta leituðu til Neyðarmóttöku vegna nauðgana Einungis tuttugu af þeim hundrað og fjörutíu sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu áður leitað til Neyðarmóttöku vegna nauðgana. Talskona samtakanna vill að móttakan verði bætt til muna og flutt frá bráðaþjónustunni, en hún hefur skorað á velferðarráðherra að beita sér í málinu. 20.1.2013 18:56 Oddný vill verða varaformaður - Katrín íhugar alvarlega framboð Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra vill verða næsti varaformaður Samfylkingarinnar. Núverandi fjármálaráðherra, Katrín Júlíusdóttir, er einnig alvarlega að íhuga framboð til sama embættis. 20.1.2013 18:45 Árni Páll með yfirhöndina samkvæmt nýrri könnun Árni Páll Árnason nýtur sextíu og tveggja prósenta stuðnings á meðal Samfylkingarfólks samkvæmt könnun fréttastofu Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Guðbjartur Hannesson mælist með þrjátíu og sjö prósenta fylgi. 20.1.2013 18:30 Fékk hjartaáfall í sundi Maður var hætt kominn í sundlauginni í Laugardal skömmu fyrir hádegi í dag. Maðurinn fékk hjartaáfall. Starfsfólk laugarinnar veittu honum skyndihjálp auk þess sem notast var við hjartastuðtæki. 20.1.2013 17:40 Fimm hryðjuverkamenn á lífi Fimm hryðjuverkamenn, sem réðust á gasvinnslustöðina í Alsír á miðvikudaginn, eru lifandi og í haldi alsírskra yfirvalda. Þetta kemur fram á BBC í dag. 20.1.2013 16:53 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna lýsir yfir þungum áhyggjum Stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna lýsir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem yfirvofandi er vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum almennt og Barnaspítala Hringsins sérstaklega. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. 20.1.2013 16:16 Rændi bíl af öldruðum manni með ofbeldi - lést örfáum dögum síðar "Hann var skilinn eftir slasaður úti á götu, tvær konur fundu hann og hringdu svo á lögguna í Kópavogi," lýsir dóttir 76 ára karlmanns sem kærðir rán á laugardaginn fyrir viku síðan. Maðurinn fannst látinn um fjórum dögum síðar á heimili sínu. 20.1.2013 15:12 Dagur styður Guðbjart í formanninn Dagur B Eggertsson fráfarandi varaformaður Samfylkingarinnar styður Guðbjart Hannesson velferðarráðherra í embætti formanns flokksins. 20.1.2013 13:43 Flensutoppnum ekki náð segir sóttvarnarlæknir Heldur hefur dregið úr fjölgun flensutilfella hér á landi en þrátt fyrir það hefur toppnum þó ekki verið náð segir sóttvarnalæknir. 20.1.2013 12:11 Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20.1.2013 11:30 Ung kona hrækti á lögreglumann Ung kona hrækti á lögreglumann og gaf upp rangt nafn þegar bifreið hennar var stöðvuð í Hafnarfirði rétt rúmlega sjö í morgun. 20.1.2013 11:22 Batmobile fór á 596 milljónir Hinn upprunanlegi Batmobile seldist á uppboði í Bandaríkjunum í gær fyrir 4.620.000 dollara, eða tæpar 600 milljónir króna. Bíllinn er frá árinu 1966. Seljandinn er sá sem breytti þessum Lincoln Futura Concept í Batmobile fyrir Batman sjónvarpsþætti og leikarinn Adam West ók um á í Gotham og eltist við illmenni. Eigandinn heitir George Barris og hefur átt bílinn alveg frá upphafi. Hann keypti Lincoln bílinn af Ford, sem framleiðir Lincoln bíla, árið 1965 á 1 dollar, hvernig sem hann fór að því. Hann hefur því ávaxtað pund sitt vel, eða dollar öllu heldur og næstum fimm milljónfaldað hann. Hann fer því vafalaust hlæjandi í bankann á morgun og leysir út tékkann stóra. Bíllinn seldist á Barrett-Jackson bílauppboðinu í Scottsdale í Arizona. Lincoln bíllinn er af árgerð 1955 og er einmitt með réttu stílhrifin af bílum þess tíma, ógnarstór og með "vængi“. Barris fékk aðeins þrjár vikur og 15.000 dollara til þess að breyta bílnum árið 1965 fyrir tökur á Batmanþáttunum og tókst bara ágætlega til. 20.1.2013 11:00 Tilræðismaðurinn nafngreindur - notaði líklega gasbyssu Búið er að nafngreina tilræðismanninn sem miðaði byssu á höfuð búlgarska stjórnmannsins Ahmed Dogan, en eins og kunnugt er hljóp ekki skot úr byssu mannsins, og því slapp Dogan með skrekkinn. 20.1.2013 10:45 Vilborg flogin frá Suðurpólnum - fékk kampavín og hátíðarkvöldverð Vilborg Arna Gissurardóttir var sótt á Suðurpólinn í gær og dvelur hún nú í Union Glacier-tjaldbúðunum á Suðurskautslandi. Flugið tók um 5 og hálfan tíma og var hún samferða nokkrum pólförum frá Suður-Afríku. 20.1.2013 10:06 Gunnar Nelson og Mjölnir fengu verðlaun Gunnar Nelson og Mjölnir mokuðu til sín verðlaunum á uppskeruhátíð Cage Contender í Dublin í gærkvöld. 20.1.2013 10:03 Minnst þrír Bretar drepnir - óttast að þrír til viðbótar hafi látið lífið Bresk yfirvöld hafa staðfest að þrír Bretar hafi verið drepnir og þrír til viðbótar taldir af eftir umsátrið í gasvinnslustöð í Almenas í Alsír síðustu daga. 20.1.2013 10:01 Obama sver embættiseiðinn í dag Barack Obama sver í dag embættiseið fyrir annað kjörtímabilið sitt sem forseti Bandaríkjanna við litla athöfn í Hvíta Húsinu. 20.1.2013 09:59 Sparkaði í andlitið á lögregluþjóni Ölvaður karlmaður sparkaði í andlit lögreglumanns í nótt og þurfti sá að leita sér aðhlynningar á slysadeild. 20.1.2013 09:55 Verkfall í Belgíu skaðar Ford Áætlanir Ford að loka verksmiðju sinni í Genk í Belgíu á næsta ári leiddu til þess að starfsmenn hafa lagt niður vinnu í 3 mánuði og enginn bíll hefur komið frá verksmiðjunni frá því 24. október. Í verksmiðjunni voru smíðaðir Ford Mondeo, S-Max og Galaxy. Ford hefur ekki ennþá tekist að semja við starfmennina og verkalýðsfélag þeirra og ítrekuð tilraun þeirra í síðustu viku bar engan árangur. Hamlar þetta verulega afhendingu á þessum bílgerðum. Ford ætlar líka að loka verksmiðju sinni í Southampton í Bretlandi og með því fækkar starfsmönnum Fod um 6.200 starfmenn eða um 13% starfsmanna Ford í Evrópu. Eru þetta viðbrögð Ford við minnkandi sölu bíla þeirra í álfunni og viðleitni þeirra til að stöðva viðvarandi tap fyrirtækisins þar. Stefnir í að Ford tapi 193 milljörðum króna árin 2012 og 2013 á rekstri sínum í álfunni. Ef allt væri eðlilegt í Genk væru þar framleiddir 1.000 bílar á dag. 20.1.2013 09:00 Maðurinn fundinn - umfangsmikilli leit lokið Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa fundið manninn sem leitað var á Esju síðan síðdegis í dag. Var hann staddur efst í Gunnlaugsskarði og í ágætu ástandi miðað við aðstæður. Björgunarmenn eru nú að fylgja honum niður af fjallinu. 19.1.2013 20:42 Hulunni svipt af hryllilegu dýraníði Dýraverndunarsinnar í hópnum Hillside kom upp um andstyggilegt dýraníð í sláturhúsi í Bretlandi á dögunum. Eftir átta vikna rannsókn tókst þeim að góma tvo menn sem misþyrmdu hestum á ófyrirleitinn hátt. 19.1.2013 20:39 Viðskiptavinur í Dalvík 30 milljónum ríkari Það er hugsanlega Dalvíkingur sem er rúmlega 30 milljón krónum ríkari, en vinningsmiðinn í Lottói var seldur í verslun N1 í Dalvík. 19.1.2013 19:40 Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19.1.2013 19:00 Fyrrverandi sendiherra: Stígið varlega til jarðar í samskiptum við Kína Einn reyndasti sendiherra Íslands segir að stjórnvöld eigi að stíga varlega til jarðar í samskiptum sínum við Kínverja sem á síðustu árum hafi stóraukið umsvif sín á Norðurslóðum. 19.1.2013 18:56 Maðurinn á Esju enn ófundinn - leitarskilyrði með versta móti Nú fyrir skömmu náðist símasamband við manninn sem villtur er á Esju samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Það varði þó stutt en hann gat komið þeim upplýsingum til stjórnenda leitarinnar að hann væri staddur á flatlendi. 19.1.2013 18:47 Mikill meirihluti þjóðarinnar vill leyfa olíuvinnslu á Drekasvæðinu Áttatíu prósent landsmanna eru fylgjandi því að stjórnvöld leyfi olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ný skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sýnir einnig að á meðal kjósenda VG er stuðningurinn rúm sextíu prósent. 19.1.2013 18:37 Með hundrað grömm af kókaíni innvortis Tæplega þrítugur íslenskur karlmaður var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að hann væri með fíkniefni innvortis. 19.1.2013 18:08 Ótrúlegt tilræði - byssan brást á sviðinu Búlgarski stjórnmálamaðurinn Ahmed Dogan er líklega einn sá heppnasti þessa vikuna, en maður sem hugðist myrða hann á sviði, þar sem Dogan hélt ræðu, mistókst, eingöngu vegna þess að byssan sem hann beindi að höfði Dogan brást. 19.1.2013 17:18 Göngumaður villtur á Esjunni Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu eru nú að hefja leit að göngumanni sem er villtur á Esju. 19.1.2013 16:18 Sjá næstu 50 fréttir
Norsku skipunum gengur vel á loðnumiðunum Norsku loðnuskipunum, sem fóru að tínast á miðin austur af landinu á föstudag, hefur gengið vel og eru fimm þeirra á heimleið með fullfermi. 21.1.2013 06:46
Rafgeymar Dreamliner þotunnar eru í lagi Sérfræðingar frá bandaríska öryggiseftirlitinu hafa komist að því að ekkert sé að rafgeymunum í Dreamliner þotunum sem rannsakaðar hafa verið á vegum bandarískra flugmálayfirvalda undanfarna daga. 21.1.2013 06:44
Dönsk kirkja auglýsir eftir presti, verður að vera trúaður Sóknarnefnd Mejdal kirkjunnar sem er skammt frá Viborg í Danmörku hefur auglýst eftir nýjum sóknarpresti. Það vekur athygli í Danmörku að í auglýsingunni er þess krafist að viðkomandi prestur trúi á guð. 21.1.2013 06:41
Unglingur skaut fjölskyldu til bana með hríðskotariffli Lögreglan í Nýju Mexíkó hefur handtekið 15 ára gamlan dreng sem sakaður er um að hafa myrt fimm manns úr eigin fjölskyldu. Hinir myrtu eru prestur, eiginkona hans og þrjú af börnum þeirra. 21.1.2013 06:34
Talið að 80 manns hafi fallið í Alsír Tala fallinna eftir gíslatökuna í gasvinnslustöðinni Almenas í Alsír heldur áfram að hækka. Um 80 manns hafa fundist látnir í stöðinni. 21.1.2013 06:28
VR samþykkir drögin hjá ASÍ og SA Stjórn VR hefur veitt formanni félagsins fullt umboð til þess að samþykkja framlengingu samninga til nóvemberloka í ár. 21.1.2013 06:26
Harpa kostaði 17,5 milljarða Heildarkostnaður við byggingu tónlistarhússins Hörpu er talinn vera 17,5 milljarðar króna. Þá hafa stjórnarmenn í félögum sem tengjast tónlist Hörpu fengið ríflega fjörutíu milljónir í sinn hlut frá því í maí 2011. 21.1.2013 06:00
Langaði að geta kysst börnin sín góða nótt "Draumurinn var að geta með þessum hætti sameinað fjölskyldulífið og vinnuna. Reka lítinn heimilislegan veitingastað nánast inni á heimilinu," segir Völundur Snær Völundarson veitingamaður. "Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði." 21.1.2013 06:00
Framsóknarmenn eru líklegastir til að eiga byssu Hinn dæmigerði íslenski skotvopnaeigandi er karlmaður yfir fimmtugu sem býr á landsbyggðinni og kýs Framsóknarflokkinn. Þetta má lesa úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í síðustu viku. Fjórðungur íslenskra karlmanna á byssu samkvæmt könnuninni. 21.1.2013 06:00
Fjórir létu lífið í snjóflóði Fjórir létu lífið þegar sex manna gönguhópur lenti í snjóflóði í hálöndum Skotlands síðdegis í dag. 24 ára kona var flutt á spítala en ástand hennar er talið alvarlegt. 21.1.2013 00:22
Samdráttur fram úr svörtustu akstursspá Umferð um Víkurskarð hefur dregist saman um tólf prósent frá árinu 2010. Umferð um skarðið í fyrra reyndist hálfu prósentustigi minni en dekksta spáin sem sett var fram í Endurskoðaðri umferðarspá um Vaðlaheiðargöng 2016 til 2040. 21.1.2013 00:01
Jarðaður 132 árum eftir að hann var tekinn af lífi Jarðneskar leifar eins nafntogaðasta ástralska útlagans, Neds Kelly, voru nýlega grafnar, um 132 árum eftir að hann var tekinn af lífi. 20.1.2013 21:12
Snæfríður Baldvinsdóttir bráðkvödd Snæfríður Baldvinsdóttir, fyrrverandi lektor við Háskólann á Bifröst, var bráðkvödd á heimili sínu í gær. Foreldrar hennar eru Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins. 20.1.2013 20:15
Mikið um lús í ár Lúsin kemur alltaf af og til upp í skólum en skólahjúkrunarfræðingar á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í haust skráð 102 lúsartilfelli. 20.1.2013 19:36
Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20.1.2013 19:30
Matarkarfa Stöðvar 2 hækkað um 12 prósent á tveimur árum Matarverð hefur hækkað um tólf prósent á tveimur og hálfu ári ef marka má matarkörfu Stöðvar 2. Lýsi og AB mjólk hækka mest, en engin vara hefur lækkað. 20.1.2013 19:23
Fáir skjólstæðingar Stígamóta leituðu til Neyðarmóttöku vegna nauðgana Einungis tuttugu af þeim hundrað og fjörutíu sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu áður leitað til Neyðarmóttöku vegna nauðgana. Talskona samtakanna vill að móttakan verði bætt til muna og flutt frá bráðaþjónustunni, en hún hefur skorað á velferðarráðherra að beita sér í málinu. 20.1.2013 18:56
Oddný vill verða varaformaður - Katrín íhugar alvarlega framboð Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra vill verða næsti varaformaður Samfylkingarinnar. Núverandi fjármálaráðherra, Katrín Júlíusdóttir, er einnig alvarlega að íhuga framboð til sama embættis. 20.1.2013 18:45
Árni Páll með yfirhöndina samkvæmt nýrri könnun Árni Páll Árnason nýtur sextíu og tveggja prósenta stuðnings á meðal Samfylkingarfólks samkvæmt könnun fréttastofu Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Guðbjartur Hannesson mælist með þrjátíu og sjö prósenta fylgi. 20.1.2013 18:30
Fékk hjartaáfall í sundi Maður var hætt kominn í sundlauginni í Laugardal skömmu fyrir hádegi í dag. Maðurinn fékk hjartaáfall. Starfsfólk laugarinnar veittu honum skyndihjálp auk þess sem notast var við hjartastuðtæki. 20.1.2013 17:40
Fimm hryðjuverkamenn á lífi Fimm hryðjuverkamenn, sem réðust á gasvinnslustöðina í Alsír á miðvikudaginn, eru lifandi og í haldi alsírskra yfirvalda. Þetta kemur fram á BBC í dag. 20.1.2013 16:53
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna lýsir yfir þungum áhyggjum Stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna lýsir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem yfirvofandi er vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum almennt og Barnaspítala Hringsins sérstaklega. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. 20.1.2013 16:16
Rændi bíl af öldruðum manni með ofbeldi - lést örfáum dögum síðar "Hann var skilinn eftir slasaður úti á götu, tvær konur fundu hann og hringdu svo á lögguna í Kópavogi," lýsir dóttir 76 ára karlmanns sem kærðir rán á laugardaginn fyrir viku síðan. Maðurinn fannst látinn um fjórum dögum síðar á heimili sínu. 20.1.2013 15:12
Dagur styður Guðbjart í formanninn Dagur B Eggertsson fráfarandi varaformaður Samfylkingarinnar styður Guðbjart Hannesson velferðarráðherra í embætti formanns flokksins. 20.1.2013 13:43
Flensutoppnum ekki náð segir sóttvarnarlæknir Heldur hefur dregið úr fjölgun flensutilfella hér á landi en þrátt fyrir það hefur toppnum þó ekki verið náð segir sóttvarnalæknir. 20.1.2013 12:11
Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20.1.2013 11:30
Ung kona hrækti á lögreglumann Ung kona hrækti á lögreglumann og gaf upp rangt nafn þegar bifreið hennar var stöðvuð í Hafnarfirði rétt rúmlega sjö í morgun. 20.1.2013 11:22
Batmobile fór á 596 milljónir Hinn upprunanlegi Batmobile seldist á uppboði í Bandaríkjunum í gær fyrir 4.620.000 dollara, eða tæpar 600 milljónir króna. Bíllinn er frá árinu 1966. Seljandinn er sá sem breytti þessum Lincoln Futura Concept í Batmobile fyrir Batman sjónvarpsþætti og leikarinn Adam West ók um á í Gotham og eltist við illmenni. Eigandinn heitir George Barris og hefur átt bílinn alveg frá upphafi. Hann keypti Lincoln bílinn af Ford, sem framleiðir Lincoln bíla, árið 1965 á 1 dollar, hvernig sem hann fór að því. Hann hefur því ávaxtað pund sitt vel, eða dollar öllu heldur og næstum fimm milljónfaldað hann. Hann fer því vafalaust hlæjandi í bankann á morgun og leysir út tékkann stóra. Bíllinn seldist á Barrett-Jackson bílauppboðinu í Scottsdale í Arizona. Lincoln bíllinn er af árgerð 1955 og er einmitt með réttu stílhrifin af bílum þess tíma, ógnarstór og með "vængi“. Barris fékk aðeins þrjár vikur og 15.000 dollara til þess að breyta bílnum árið 1965 fyrir tökur á Batmanþáttunum og tókst bara ágætlega til. 20.1.2013 11:00
Tilræðismaðurinn nafngreindur - notaði líklega gasbyssu Búið er að nafngreina tilræðismanninn sem miðaði byssu á höfuð búlgarska stjórnmannsins Ahmed Dogan, en eins og kunnugt er hljóp ekki skot úr byssu mannsins, og því slapp Dogan með skrekkinn. 20.1.2013 10:45
Vilborg flogin frá Suðurpólnum - fékk kampavín og hátíðarkvöldverð Vilborg Arna Gissurardóttir var sótt á Suðurpólinn í gær og dvelur hún nú í Union Glacier-tjaldbúðunum á Suðurskautslandi. Flugið tók um 5 og hálfan tíma og var hún samferða nokkrum pólförum frá Suður-Afríku. 20.1.2013 10:06
Gunnar Nelson og Mjölnir fengu verðlaun Gunnar Nelson og Mjölnir mokuðu til sín verðlaunum á uppskeruhátíð Cage Contender í Dublin í gærkvöld. 20.1.2013 10:03
Minnst þrír Bretar drepnir - óttast að þrír til viðbótar hafi látið lífið Bresk yfirvöld hafa staðfest að þrír Bretar hafi verið drepnir og þrír til viðbótar taldir af eftir umsátrið í gasvinnslustöð í Almenas í Alsír síðustu daga. 20.1.2013 10:01
Obama sver embættiseiðinn í dag Barack Obama sver í dag embættiseið fyrir annað kjörtímabilið sitt sem forseti Bandaríkjanna við litla athöfn í Hvíta Húsinu. 20.1.2013 09:59
Sparkaði í andlitið á lögregluþjóni Ölvaður karlmaður sparkaði í andlit lögreglumanns í nótt og þurfti sá að leita sér aðhlynningar á slysadeild. 20.1.2013 09:55
Verkfall í Belgíu skaðar Ford Áætlanir Ford að loka verksmiðju sinni í Genk í Belgíu á næsta ári leiddu til þess að starfsmenn hafa lagt niður vinnu í 3 mánuði og enginn bíll hefur komið frá verksmiðjunni frá því 24. október. Í verksmiðjunni voru smíðaðir Ford Mondeo, S-Max og Galaxy. Ford hefur ekki ennþá tekist að semja við starfmennina og verkalýðsfélag þeirra og ítrekuð tilraun þeirra í síðustu viku bar engan árangur. Hamlar þetta verulega afhendingu á þessum bílgerðum. Ford ætlar líka að loka verksmiðju sinni í Southampton í Bretlandi og með því fækkar starfsmönnum Fod um 6.200 starfmenn eða um 13% starfsmanna Ford í Evrópu. Eru þetta viðbrögð Ford við minnkandi sölu bíla þeirra í álfunni og viðleitni þeirra til að stöðva viðvarandi tap fyrirtækisins þar. Stefnir í að Ford tapi 193 milljörðum króna árin 2012 og 2013 á rekstri sínum í álfunni. Ef allt væri eðlilegt í Genk væru þar framleiddir 1.000 bílar á dag. 20.1.2013 09:00
Maðurinn fundinn - umfangsmikilli leit lokið Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa fundið manninn sem leitað var á Esju síðan síðdegis í dag. Var hann staddur efst í Gunnlaugsskarði og í ágætu ástandi miðað við aðstæður. Björgunarmenn eru nú að fylgja honum niður af fjallinu. 19.1.2013 20:42
Hulunni svipt af hryllilegu dýraníði Dýraverndunarsinnar í hópnum Hillside kom upp um andstyggilegt dýraníð í sláturhúsi í Bretlandi á dögunum. Eftir átta vikna rannsókn tókst þeim að góma tvo menn sem misþyrmdu hestum á ófyrirleitinn hátt. 19.1.2013 20:39
Viðskiptavinur í Dalvík 30 milljónum ríkari Það er hugsanlega Dalvíkingur sem er rúmlega 30 milljón krónum ríkari, en vinningsmiðinn í Lottói var seldur í verslun N1 í Dalvík. 19.1.2013 19:40
Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19.1.2013 19:00
Fyrrverandi sendiherra: Stígið varlega til jarðar í samskiptum við Kína Einn reyndasti sendiherra Íslands segir að stjórnvöld eigi að stíga varlega til jarðar í samskiptum sínum við Kínverja sem á síðustu árum hafi stóraukið umsvif sín á Norðurslóðum. 19.1.2013 18:56
Maðurinn á Esju enn ófundinn - leitarskilyrði með versta móti Nú fyrir skömmu náðist símasamband við manninn sem villtur er á Esju samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Það varði þó stutt en hann gat komið þeim upplýsingum til stjórnenda leitarinnar að hann væri staddur á flatlendi. 19.1.2013 18:47
Mikill meirihluti þjóðarinnar vill leyfa olíuvinnslu á Drekasvæðinu Áttatíu prósent landsmanna eru fylgjandi því að stjórnvöld leyfi olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ný skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sýnir einnig að á meðal kjósenda VG er stuðningurinn rúm sextíu prósent. 19.1.2013 18:37
Með hundrað grömm af kókaíni innvortis Tæplega þrítugur íslenskur karlmaður var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að hann væri með fíkniefni innvortis. 19.1.2013 18:08
Ótrúlegt tilræði - byssan brást á sviðinu Búlgarski stjórnmálamaðurinn Ahmed Dogan er líklega einn sá heppnasti þessa vikuna, en maður sem hugðist myrða hann á sviði, þar sem Dogan hélt ræðu, mistókst, eingöngu vegna þess að byssan sem hann beindi að höfði Dogan brást. 19.1.2013 17:18
Göngumaður villtur á Esjunni Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu eru nú að hefja leit að göngumanni sem er villtur á Esju. 19.1.2013 16:18