Erlent

Talið að 80 manns hafi fallið í Alsír

Tala fallinna eftir gíslatökuna í gasvinnslustöðinni Almenas í Alsír heldur áfram að hækka. Um 80 manns hafa fundist látnir í stöðinni.

Þetta kemur fram á Reuters og AP sem hafa sínar fréttir eftir heimildum innan öryggissveita Alsírs. Opinberlega hafa stjórnvöld í Alsír sagt að 23 af gíslunum hafi fallið og 32 af islamistunum.

Fimm Norðmanna er enn saknað og í gærkvöldi ákvað Statoil að leggja fram nöfn þeirra. Þeir voru allir starfandi í stöðinni þegar gíslatakan hófst. Þá hafa samtök islamistanna sem stóðu að gíslatökunni hótað fleiri aðgerðum í Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×