Erlent

Fjórir létu lífið í snjóflóði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Nordicphotos/Getty
Fjórir létu lífið þegar sex manna gönguhópur lenti í snjóflóði í hálöndum Skotlands síðdegis í dag. 24 ára kona var flutt á spítala en ástand hennar er talið alvarlegt.

Talið er að gönguhópurinn hafi verið á leið niður af toppi fjallsins þegar snævi hulinn fjallshlíðinn gaf eftir með fyrrnefndum afleiðingum. Fimm úr hópnum endasentust tugi metra niður hlíðina. Björgunarlið var kallað út ásamt leitarhundum sem fundu líkin fjögur innan tíðar.

Tveir karlar og tvær konur á þrítugsaldri féllu í flóðinu sem varð í Bedean Nam Bian fjallinu í skosku hálöndunum. Búið er að nafngreina þrjú þeirra en en ekki hefur verið greint frá nafni annarrar konunnar þar sem ekki hefur náðst í nánustu ættingja hennar.

Nánar má lesa um harmleikinn á fréttavef Sky þar sem þrír hinna látnu hafa verið nafngreindir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×