Innlent

Norsku skipunum gengur vel á loðnumiðunum

Norsku loðnuskipunum, sem fóru að tínast á miðin austur af landinu á föstudag, hefur gengið vel og eru fimm þeirra á heimleið með fullfermi.

Sex norsk skip eru nú á miðunum eða á leiðinni þangað, en Norðmenn mega veiða 35 þúsund tonn í íslenskri lögsögu að þessu sinni. Norsku skipin mega aðeins veiða í nót, en íslensku skipin veiða í flottroll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×