Innlent

Ung kona hrækti á lögreglumann

Ung kona hrækti á lögreglumann og gaf upp rangt nafn þegar bifreið hennar var stöðvuð í Hafnarfirði rétt rúmlega sjö í morgun.

Konan er grunuð um að hafa ekið bílnum undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá var ökumaður stöðvaður á Miklubraut um klukkan hálf ellefu í morgun en sá ók á móti rauðu ljósi. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna, auk þess sem hann hafði ekki gild ökuréttindi.

Tilkynnt var svo um innbrot í apótek í Vesturbæ Reykjavíkur snemma í morgun. Einhverjum lyfjum var stolið og er málið í rannsókn samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×