Innlent

Jarðaður 132 árum eftir að hann var tekinn af lífi

JHH skrifar
Afsteypa af andliti Kellys.
Afsteypa af andliti Kellys. Mynd/ Getty
Jarðneskar leifar eins nafntogaðasta ástralska útlagans, Neds Kelly, voru nýlega grafnar í Ástralíu, um 132 árum eftir að hann var tekinn af lífi.

Afkomendur Kellys grófu beinin af honum við lokaða athöfn í kirkjugarði í borginni Greta í Viktoríufylki þar sem móðir hans er líka grafin. Höfuðkúpan af beinagrindinni hefur reyndar ekki fundist. Yfirvöld neituðu því að Kelly, sem var kaþólskur, yrði jarðaður eftir að hann var hengdur árið 1880. Beinagrindinni af honum var holað niður í drullu án þess að nokkur úr fjölskyldu hans væri viðstaddur.

Kelly var leiðtogi bankaræningja í Viktoríu í Ástralíu, en var hengdur þann 11. nóvember 1880, fyrir að myrða þrjá lögreglumenn.

Hér má lesa meira um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×