Erlent

Minnst þrír Bretar drepnir - óttast að þrír til viðbótar hafi látið lífið

Bresk yfirvöld hafa staðfest að þrír Bretar hafi verið drepnir og þrír til viðbótar taldir af eftir umsátrið í gasvinnslustöð í Almenas í Alsír síðustu daga.

Ekki er vitað hversu margir Bretar komust lífs af en nokkrir eru þegar komnir aftur til Bretlands.

Stjórnvöld hinna ýmsu ríkja sem áttu starfsmenn í gasvinnslustöðinni eru nú að leita upplýsinga um afdrif þeirra ríkisborgara en meðal þeirra sem enn er saknað eru fimm Norðmenn, tíu Japanir, Bretar og Bandaríkjamenn.

Að minnsta kosti tuttugu og þrír gíslar létu lífið í árásinni sem hryðjuverkamenn tengdir Al Kaída gerðu á gasvinnslustöðina á miðvikudag en umsátrinu lauk með innrás alsírska hersins í gær.

Barack Obama Bandaríkjaforseti segir árásina sýna enn og aftur þá ógn sem stafar af liðsmönnum Al Kaída og öðrum ódæðismönnum frá Norður Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×