Innlent

Sparkaði í andlitið á lögregluþjóni

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Ölvaður karlmaður sparkaði í andlit lögreglumanns í nótt og þurfti sá að leita sér aðhlynningar á slysadeild.

Árásarmaðurinn hafði látið öllum illum látum inni á skemmtistað í Hafnarfirði og vildu lögreglumenn á vettvangi því ræða málin við hann inni í lögreglubifreið. Þegar verið var að koma ólátabelgnum þar fyrir lét hann sig falla aftur á bak inn í bifreiðina og sparkaði með báðum fótum í átt að lögreglumanni, sem fékk annan fótinn í andlitið.

Hann kenndi sér meins eftir sparkið og fór á slysadeild. Árásarmanninum var skellt í járn og verður hann yfirheyrðu í dag þegar af honum verður runnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×