Innlent

Maðurinn fundinn - umfangsmikilli leit lokið

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa fundið manninn sem leitað var á Esju síðan síðdegis í dag. Var hann staddur efst í Gunnlaugsskarði og í ágætu ástandi miðað við aðstæður. Björgunarmenn eru nú að fylgja honum niður af fjallinu.

Leitin hefur verið afar umfangsmikil og aðstæður erfiðar en mikið kapp var lagt á að finna manninn fyrir nóttina. Um 120 björgunarsveitamenn frá höfuðborgarsvæðinu, Borgarfirði og Suðurnesjum tóku þátt í dag og í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×