Innlent

Fékk hjartaáfall í sundi

Maður var hætt kominn í sundlauginni í Laugardal skömmu fyrir hádegi í dag. Maðurinn fékk hjartaáfall. Starfsfólk laugarinnar veittu honum skyndihjálp auk þess sem notast var við hjartastuðtæki.

Maðurinn var með lífsmarki þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Maðurinn var fluttur á spítala til aðhlynningar. Fram kom í fréttum Rúv í dag að maðurinn væri stöðugur en ástand hans væri alvarlegt.

Slys varð svo á bensínstöð í austurborginni skömmu fyrir klukkan fimm í dag,. Maður datt um gólfmottu og rak höfuðið í skáp. Hann fékk skurð á ennið og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild þar sem gert var að sárum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×