Erlent

Unglingur skaut fjölskyldu til bana með hríðskotariffli

Lögreglan í Nýju Mexíkó hefur handtekið 15 ára gamlan dreng sem sakaður er um að hafa myrt fimm manns úr eigin fjölskyldu. Hinir myrtu eru prestur, eiginkona hans og þrjú af börnum þeirra.

Morðin voru framin á heimili fjölskyldunnar í einu úthverfa borgarinnar Albuquerque. Drengurinn mun hafa skotið fjölskyldu sína til bana með hríðskotariffli. Á heimili hans fannst síðan mikið af öðrum vopnum.

Nágrannar fjölskyldunnar segja að drengur þessi hafi haft mikinn áhuga á hernaði og gekk hann iðulega í dularklæðum ætluð hermönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×