Innlent

Maðurinn á Esju enn ófundinn - leitarskilyrði með versta móti

Björgunarsveitarmenn við rætur Esjunnar. Athugið að myndin er úr safni.
Björgunarsveitarmenn við rætur Esjunnar. Athugið að myndin er úr safni.
Nú fyrir skömmu náðist símasamband við manninn sem villtur er á Esju samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Það varði þó stutt en hann gat komið þeim upplýsingum til stjórnenda leitarinnar að hann væri staddur á flatlendi.

Það þrengir aðeins leitarsvæðið, en það er þó enn stórt. Veður er mjög vont, mikið rok og slydda og snjókoma.

Hátt í 100 björgunarsveitamenn í 23 hópum eru nú við leit en auk björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu hafa fjallabjörgunarhópar og leitarfólk verið kallað út frá Borgarfirði og frá Suðurnesjum.

Sótt er að leitarsvæðinu úr öllum áttum og allar mögulegar leiðir á fjallið kannaðar. Þyrla LHG hætti leit um klukkan 17:00 sökum aðstæðna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×