Innlent

Dagur styður Guðbjart í formanninn

Dagur B Eggertsson fráfarandi varaformaður Samfylkingarinnar styður Guðbjart Hannesson velferðarráðherra í embætti formanns flokksins.

Dagur greindi frá þessu í Silfri Egils og sagðist treysta Guðbjarti bæði málefnalega og til að leiða Samfylkinguna í stjórnarmyndun.

Fram kom í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að samkvæmt netkönnun sem þátturinn lét gera fyrir sig, þá styðja 55% þeirra sem tóku afstöðu Árna Pál til formanns en 45 % Guðbjart. Sé aftur á móti skoðað þá sem kjósa Samfylkinguna, þá er Guðbjartur með 52% á meðan Árni Páll er með 48%.

Það er því ljóst að frambjóðendurnir eru hnífjafnir miða við könnunina sem er netkönnun framkvæmd af Púlsinum og var framkvæmd í vikunni sem leið. 1800 voru spurðir og 89% svöruðu.

Hægt er að hlusta á viðbrögð frambjóðandanna við könnuninni í þætti Sigurjóns M. Egilssonar hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×