Innlent

Með hundrað grömm af kókaíni innvortis

Tæplega þrítugur íslenskur karlmaður var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að hann væri með fíkniefni innvortis.

Tollgæslan stöðvaði för mannsins, sem var að koma frá Kaupmannahöfn um síðustu helgi, við hefðbundið eftirlit. Lögreglan á Suðurnesjum handtók hann og færði hann á lögreglustöð. Hann reyndist vera með hundrað grömm af kókaíni og fimm grömm af hassi innvortis.

Maðurinn hefur nú verið látinn laus og fleiri hafa ekki verið handteknir vegna málsins sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×