Innlent

Matarkarfa Stöðvar 2 hækkað um 12 prósent á tveimur árum

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Matarverð hefur hækkað um tólf prósent á tveimur og hálfu ári ef marka má matarkörfu Stöðvar 2. Lýsi og AB mjólk hækka mest, en engin vara hefur lækkað.

Nú eru rúm tvö og hálft ár síðan við skoðuðum síðast verð á matarkröfu stöðvar tvö og verður því fróðlegt að sjá hvernig verðið hefur þróast á þessum tíma.

Við tíndum til þær vörur sem voru til í Bónus úr síðustu matarkörfu Stöðvar tvö frá því í júní 2010. Á þessum tíma hefur krónan sveiflast upp og niður og verðbólgan látið til sín taka. Á tímabilinu eftir hrun, hækkaði matarverð gríðarlega, margar vörur um tugi prósenta.

Í dag reyndist kílóverð af ungnauthakki hafa hækkað um tæp tíu prósent, Nýmjólkin hefur hækkað um yfir tuttugu prósent og AB mjólkin sömuleiðis um tæp tuttugu og þrjú prósent. Þorskalýsið hefur hækkað mest af vörunum í körfunni eða um yfir þrjátíu prósent en frosnir þorskbitar um ellefu prósent.

Aríel þvottaefni var eina innflutta varan í körfunni að þessu sinni og hafði hún hækkað minnst eða um einungis rúm þrjú prósent. Gúrka kostar nú um átján prósentum meira og flatkökurnar um tuttugu prósentum. Matarkarfa Stöðvar 2 hefur þar af leiðandi á þessum tveimur og hálfu ári, hækkað um rúmar fimm hundruð krónur og kostar nú um tæpar 4800 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×