Erlent

Fimm hryðjuverkamenn á lífi

Fimm hryðjuverkamenn, sem réðust á gasvinnslustöðina í Alsír á miðvikudaginn, eru lifandi og í haldi alsírskra yfirvalda. Þetta kemur fram á BBC í dag.

Í gær var greint frá því að allir hryðjuverkamennirnir, sem voru 32 talsins, hefðu verið felldir í átökum við sérsveitir alsírska hersins. Það reyndist þó ekki rétt. Samkvæmt alsírskur yfirvöldum voru hryðjuverkamennirnir frá sex mismunandi löndum.

23 gíslar voru drepnir í átökunum en fjöldi þeirra voru vestrænir. Enn er ekki vitað um afdrif ríkisborgara frá Japan, Bretlandi Noregi og Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×