Erlent

Hulunni svipt af hryllilegu dýraníði

Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu.
Dýraverndunarsinnar í hópnum Hillside kom upp um andstyggilegt dýraníð í sláturhúsi í Bretlandi á dögunum. Eftir átta vikna rannsókn tókst þeim að góma tvo menn sem misþyrmdu hestum á ófyrirleitinn hátt.

Meðal annars gáfu þeir dýrunum rafstuð þar sem þau stóðu í hópi og komust ekkert í burtu. Síðar rankaði einn hesturinn við sér, en þá hafði slátrarinn hengt hann upp á afturfótunum. Þegar hesturinn komst til meðvitundar skar slátrarinn hann á háls.

Þá náði hópurinn einnig myndum af hesti sem virtist vera veikur en var ekki aflífaður eins fljótt og unnt var, en slíkt er skylt að gera í slíkum aðstæðum.

Sláturhúsið heitir Red Lion, eða Rauða ljónið, en kjötið er selt á evrópska mörkuðum. Sláturhúsið er eitt af þeim stærri á breskum mörkuðum samkvæmt myndbandinu.

Myndbandið var birt á Youtube eftir að hópurinn hafði afhjúpað hrottaskapinn. Tveimur slátrurum hefur verið sagt upp vegna þessa en málið hefur vakið landsathygli í Bretlandi.

Forsvarsmenn sláturhússins segja vinnubrögðin sem náðust á mynd ekki lýsandi fyrir vinnubrögð þess. Verið er að rannsaka málið og mögulegt er að slátrararnir verði kærðir fyrir dýraníð.

Vegna eðlis myndefnisins þá setjum við frekar hlekk á það á Youtube. Við vörum að sjálfsögðu sterklega við efni þess, sem er hvorki fyrir viðkvæma né börn.

Hægt er að lesa nánar um málið á vef Daily mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×