Innlent

VR samþykkir drögin hjá ASÍ og SA

Stjórn VR hefur veitt formanni félagsins fullt umboð til þess að samþykkja framlengingu samninga til nóvemberloka í ár.

Þetta var samþykkt á stjórnarfundi í VR í gærkvöldi, eftir að drög að samkomulagi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins höfðu verið kynnt.

Í tilkynningu frá VR segir að stjórn VR ítreki þá kröfu sína að atvinnurekendur og hið opinbera haldi aftur af verðlagshækkunum á komandi mánuðum. Að öðrum kosti sé stöðugleika á vinnumarkaði ógnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×