Fleiri fréttir Lögum breytt þannig að ökuskírteini gilda í 15 ár í einu Umferðarlögum hefur verið breytt þannig að ökuskírteini gildi ekki lengur þar til hlutaðeigandi er fullra 70 ára heldur einungis í 15 ár frá útgáfu þess. Breytingin gildir frá og með 19. janúar. 15.1.2013 06:38 Skólahald eðlilegt í Glerárskóla í dag þrátt fyrir brunann Skólahald verður með eðlilegum hætti í Glerárskóla á Akureyri í dag þrátt fyrir að þar hafi orðið nokkrar skemmdir vegna elds og reyks í gærkvöldi. Nemendur eru beðnir um að mæta kl. 9.55 í skólann. 15.1.2013 06:34 Lestarslys í Kaíró kostaði 19 manns lífið Að minnsta kosti 19 manns létu lífið og yfir 100 manns slösuðust þegar lest fór af sporinu í útjaðri Kaíró í Egyptalandi í gærdag. 15.1.2013 06:31 Öryggisráðið styður hernaðaríhlutun Frakka í Malí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna styður hernaðaríhlutun Frakka í Afríkuríkinu Malí. Þetta kom fram á fundi ráðsins í gærkvöldi sem haldinn var að frumkvæði Frakka. 15.1.2013 06:29 Réttarhöldunum yfir Berlusconi verður ekki frestað Ákvörðun dómara í Mílanó að fresta ekki yfirstandandi réttarhöldunum yfir Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu gæti þýtt að pólitísku lífi Berlusconi sé endanlega lokið. 15.1.2013 06:23 Ótrúlegt ferðalag kisunnar Holly - gekk 300 kílómetra heim Það hefur oft verið sagt um dýr að þau rati alveg einstaklega vel, mun betur en við mannfólkið. Kötturinn Holly sannar þá kenningu, heldur betur. 14.1.2013 22:28 Öryggisvörðurinn fékk reykeitrun Töluverður eldur kom upp í Glerárskóla á Akureyri síðdegis en það var öryggisvörður frá Securitas sem kallaði eftir aðstoð slökkviliðs þegar hann varð var við eld í byggingunni. Hafði hann reynt að leggja til atlögu við eldinn með handslökkvitæki en varð frá að hverfa vegna reyks. Eldurinn var í kaffistofu starfsmanna og fór mikill reykur álmuna. Tveir reykkafarar voru sendir inn og gekk greiðlega að slökkvaeldinn. Skólinn var reykræstur og lauk því um klukkan hálf átta í kvöld. Öryggisvörðurinn fór á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Talið er að eldurinn hafi kviknað í út frá raftæki. 14.1.2013 21:52 Atvinnumaður í fótbolta vann stóra pottinn Knattspyrnumaður sem leikur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vann 125 þúsund pund, um 26 milljónir króna í bresku lottói. Dregið var 22. desember síðastliðinn og segja forsvarsmenn lottósins að vinningshafinn hafi ekki viljað koma fram undir nafni. Hann var með allar fimm tölurnar í réttri röð, og bónustöluna. 14.1.2013 21:44 Bankarán í Berlín - eins og í bíómynd Það er óhætt að segja að bankaræningjarnir í Berlín í Þýskalandi hafi verið ansi bíræfnir. Þeir grófu nefnilega þrjátíu metra löng göng inn í banka í höfuðborginni, hreinsuðu öryggishólf og kveiktu svo eld í göngunum til að fela öll ummerki. Þeirra er nú leitað. 14.1.2013 20:52 Brasilíska vaxið útrýmir flatlúsinni Svo virðist sem flatlúsin sé að deyja út eftir að fleiri og fleiri konur fara í svokallað brasilískt vax, en þá eru öll skapahár fjarlægð. Læknar í Sydney í Ástralíu segja að engin kona hafi greinst með flatlús frá árinu 2008 og að tilfellum karla hafi fækkað um 80 prósent á síðustu tíu árum. 14.1.2013 20:00 Sprengja frá síðari heimstyrjöldinni í Eldey Tortryggilegur hlutur sem fannst í Eldey um helgina er talinn vera sprengja frá stríðsárunum og rannsakar sprengjudeild Landhelgisgæslunnar nú myndir af fundinum. 14.1.2013 19:49 iPhone svindlarinn með margar kærur á bakinu hér á landi Íslenskur svikahrappur situr nú í varðhaldi í Danmörku grunaður um umfangsmikil fjársvik. Sami maður er með margar kærur á bakinu hér landi vegna svipaðra brota. 14.1.2013 18:42 Par í síbrotagæslu Karl og kona, sem bæði eru á þrítugsaldri, hafa verið úrskurðuð í síbrotagæslu til 8. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa ítrekað komið við sögu hjá lögreglu og voru síðast handtekin um helgina, þá í tengslum við rannsókn á innbroti og þjófnaði í borginni. 14.1.2013 18:31 Hulunni svipt af BMW 4 Mikið er um kynningar á nýjum bílum á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Detroit. Ein þeirra er nýr bíll frá BMW sem nú notast við tölustaf sem BMW hefur ekki notað áður, það er 4. Þessi "coupe“ bíll byggir alfarið á BMW 3-línunni, en er tveggja hurða og einum 5 cm lengri en þristurinn. Hann líkist óneitanlega 6-línu bíl BMW, en sá bíll byggir á 7-línunni, en er eins og nýi fjarkinn með aðeins tvær hurðir. Þeim er barið hafa þennan nýja sportbíl BMW augum ber saman um að þar fer fagur bíll sem ekki ber þess merki að skornar hafi verið tvær hurðir af venjulegum BMW 3 bara til að bjóða "coupe“-bíl. BMW mun bjóða nýja fjarkann í M-útfærslu sem búast má við að verði mjög öflugur bíll. Einnig verður hann í boði sem blæjubíll. 14.1.2013 17:30 Fótbrotnaði í Bláfjöllum Slys varð í Bláfjöllum á fjórða tímanum í dag þar sem maður á bretti féll og er hann talinn fótbrotinn. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um málið. 14.1.2013 17:03 Formaður Evrópusamtakanna bjartsýnn þrátt fyrir hægagang "Auðvitað hefðum við viljað að ríkisstjórnin héldi áfram þetta eins og lá fyrir í stjórnarsáttmálanum, en við skiljum ákvörðunina vel,“ segir Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, um samkomulag ríkisstjórnarinnar að hægja verulega á samningaviðræðum ríkisins um aðild að Evrópusambandinu. 14.1.2013 16:35 Jón Bjarnason hættur í öllum nefndum Jón Bjarnason, fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra á ekki lengur sæti í utanríkismálanefnd Alþingis. Hann á ekki heldur sæti í efnhags- og viðskiptanefnd Alþingis. 14.1.2013 15:50 Forseti ÍSÍ: Lyfjaeftirlitið aldrei jafnvel skipað Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir engan afslátt gefinn hjá lyfjaeftirliti Íþróttasambands Íslands. Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum, skýtur föstum skotum að Ólafi í aðsendum pistli í Fréttablaðinu í dag. 14.1.2013 15:47 Tíu lífseigustu goðsagnirnar um bíla Margar eru goðsagnirnar um bíla sem eiga við lítil rök að styðjast. Bílavefurinn Jalopnik fékk lesendur til að meta hverjar væru þær lífseigustu og almennustu. Þeim er hér raðað í öfugri röð. 10. T-Ford kom aðeins í svörtu Henry Ford á að hafa sagt að fólk gæti valið sér hvaða lit sem væri á T-Ford, svo lengi sem hann væri svartur. Bíllinn var hinsvegar boðinn í mörgum litum á seinni framleiðsluárum bílsins, þ.e. blár, rauður, grænn, grár, enn litirnir voru reyndar sumir svo dökkir að erfitt að greina þá frá svörtu. Af 15 milljón eintökum sem seldust af T-Ford, voru reyndar 12 milljónir svartir. 14.1.2013 14:30 Stórtækur íslenskur iPhone svindlari í varðhaldi í Danmörku Fertugur Íslendingur hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku síðan í lok október grunaður um 110 milljóna króna fjársvik. Greint er frá málinu á fréttavef RÚV. Vísir náði tali af starfsmanni efnahagsbrotadeildar lögreglunnar, sem staðfesti þetta en frekari upplýsingar fengust ekki. 14.1.2013 14:05 Sjálfstæðir Halldórar gagnrýna skáldsögu Hallgríms harðlega Sjálfstæðismennirnir Halldór Halldórsson, formaður sambands sveitarfélaga, og Halldór Jónsson, verkfræðingur sem hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi, gagnrýna bók Hallgríms Helgasonar, Konan við þúsund gráðurnar, harðlega í sitthvorum bloggpistlinum. 14.1.2013 13:49 Rammaáætlun samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða í dag. Alls greiddi 36 þingmenn atkvæði með tillögunni en 21 var á móti. Þetta er fyrsti starfsdagur þingsins eftir áramót. Umræða um rammaáætlunina fór fram fyrir jól en samkvæmt samkomulagi sem gert var, til þess að þingmenn gætu farið í jólaleyfi, var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um málið þangað til í dag. 14.1.2013 12:59 Sérstakur saksóknari vill Styrmi í minnst þriggja ára fangelsi Sérstakur saksóknari krefst 3 til 4 ára fangelsis yfir Styrmi Þór Bragasyni sem ákærður er fyrir umboðssvik vegna svokallaðarar Exeterfléttu, auk sex mánaða til viðbótar, vegna þeim hluta ákærunnar sem snýr að peningaþvætti. 14.1.2013 12:06 Slökkt á MSN eftir tvo mánuði Samskiptaforrit Microsoft, Windows Live Messenger, verður ekki aðgengilegt frá og með 15. mars næstkomandi. 14.1.2013 12:06 Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14.1.2013 11:54 Össur ánægður með ákvörðunina "Ég er ánægður með ákvörðunina sem við tókum, sem er að hægja á aðildarferlinu,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um samkomulag stjórnarflokkanna að hægja verulega á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. 14.1.2013 10:48 Hægt á aðildarviðræðum við ESB Hægt verður á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í minnisblaði sem samþykkt var í ríkisstjórninni í morgun. 14.1.2013 10:29 Schreyer tekur einnig yfir hönnun Hyundai bíla Kia gerði aðalhönnuð sinn, Þjóðverjann Peter Schreyer, að einum af þremur forstjórum fyrirtækisins í byrjun ársins. Vegtyllur og hlutverk hans hafa þó enn aukist. Hann hefur einnig verið settur yfir hönnun allra Hyundai bíla. Hyundai fyrirtækið er fimmta stærsta bílafyrirtæki heims og framleiðir bíla undir merkjum Hyundai og Kia. Það seldi 7,12 milljón bíla í fyrra og áætlar að selja 7,41 milljón bíla í ár. Hönnunardeildir fyrirtækjanna tveggja hafa hingað til verið aðskildar með öllu. Vöxtur Kia hefur verið meiri en hjá Hyundai á síðustu árum og á verðlaunuð hönnun Schreyer á Kia bílum stóran þátt í því. Í því ljósi kemur hlutverk Schreyer nú hjá Hyundai ekki á óvart og á hann nú að sjá til þess að Hyundai bílar verði álíka fagrir og Kia bílar. Hyundai segist hafa það markmið að slá við Volkswagen og BMW er kemur að hönnun bíla sinna. Hvort það tekst með Schreyer við stjórnvölinn kemur svo í ljós. 14.1.2013 10:15 Sýknaður af nauðgun því konan fór úr að ofan Karlmaður var sýknaður af nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness síðasta fimmtudag, meðal annars vegna þess að konan sem hann var ákærður fyrir að brjóta á, klæddi sig úr að ofan. 14.1.2013 10:00 Ríkisstjórnin boðar tíðindi af ESB-aðildarviðræðum Boðað hefur verið að fréttatilkynning verði send frá ríkisstjórninni nú fyrir hádegi en ástæðan mun vera gangur mála varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hittist á aukafundi í morgun til að ræða fyrirkomulag aðildarviðræðnanna fram að kosningum, eins og fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Málið hefur verið rætt á meðal ráðherra og þingmanna stjórnarflokkanna. 14.1.2013 09:51 David Cameron: Bretum er betur borgið innan ESB David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir þjóð sinni betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Hann segir þó vaxandi hluta landsmanna vilja gera breytingar á aðildarsamningnum. 14.1.2013 09:36 Krafði fleiri en einn um greiðslur fyrir sömu fundina Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur gengið frá samningi við Jón Pálma Pálsson um starfslok hans sem bæjarritara. Bæjarritarinn, sem þá var jafnframt settur bæjarstjóri, var leystur tímabundið frá vinnuskyldu sinni á lokuðum fundi bæjarstjórnar þann 16. desember 2012 vegna gruns um að hann hefði brotið starfsskyldur sínar. 14.1.2013 09:19 Fengu ný gögn í Geirfinnsmálinu Í byrjun janúar bárust starfshópi innanríkisráðuneytis um Guðmundar- og Geirfinnsmál enn skjöl sem tengjast rannsókn málanna. 14.1.2013 09:18 Tyrkneskir tölvuþrjótar loka heimasíðu Vífilfells Heimasíða Vífilfells liggur nú niðri eftir að hópur af tyrkneskum tölvuþrjótum réðist á hana í morgun. 14.1.2013 09:04 Bílvelta truflar umferð um Kolgrafarfjörð Önnur akreinin á veginum um Kolgrafarfjörð er nú lokuð vegna þess að þar valt flutningabíll með aftanívagni í morgun. 14.1.2013 08:55 Helstu leiðtogar Venesúela aftur komnir til Kúbu Helstu leiðtogar Venesúela eru aftur komnir til Havana á Kúbu þar sem Hugo Chavez forseti landsins liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir krabbameinsaðgerð. 14.1.2013 07:24 Aðgengilegri sjónvarpsdagskrá Tímaflakk kallast nýjung hjá Símanum, en með því verður hægt að horfa á sjónvarpsefni hvenær sem er innan sólarhrings frá því að efnið var fyrst sýnt. Öll heimili sem tengjast sjónvarpi Símans munu hafa aðgang að flakkinu. Áætlað er að kerfið verði aðgengilegt flestum um miðjan mánuðinn 14.1.2013 07:00 Góð loðnuveiði alla helgina Góð loðnuveiði hefur verið alla helgina í góðu sjóveðri austur af Héraðsflóa. Beitir er til dæmis á landleið með 14 hundruð tonn eftir aðeins 14 klukkustunda viðveru á miðunum. 14.1.2013 06:35 Segir hreinsun Kolgrafarfjarðar ekki á ábyrgð landeigenda Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur útilokað að ábyrgð og kostnaður vegna hreinsunar í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi geti legið hjá landeigendum eða sveitarfélaginu, að því er segir i ályktun bæjarstjórnarinnar. 14.1.2013 06:32 Alþingi kemur saman í dag Alþingi kemdur saman til fundar klukkan hálf ellefu, að loknu jólaleyfi þingmanna. Fyrsta mál á dagskrá verður vernd og orkunýting landssvæða, eða svonefnd rammaáætlun. 14.1.2013 06:30 Hálka veldur mörgum umferðaróhöppum Fjölmörg umferðaróhöpp urðu suðvestanlands um helgina vegna ísingar og hálku, en engin alvarleg slys urðu. Eignatjón var hinsvegar mikið. 14.1.2013 06:29 Gífurlegur harmleikur í uppsiglingu í Sýrlandi Rauði krossin segir að gífurlegur mannlegur harmleikur sé í uppsiglingu í Mið Austurlöndum vegna stríðsins í Sýrlandi. 14.1.2013 06:24 Segir hernaðaríhlutun Frakka í Malí vera skammvinna Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, segir að hernaðaríhlutun Frakka í Afríkuríkinu Malí verði skammvinn og sé aðeins til þess að koma í veg fyrir að herskáir íslamistar nái völdum í landinu. 14.1.2013 06:22 Ætla að prenta nýjar sjóferðabækur Innanríkisráðherra hefur ákveðið að fela Siglingastofnun Íslands að undirbúa prentun nýrra sjóferðabóka. 14.1.2013 06:20 Óvinsældir Helle Thorning Schmidt hafa aldrei verið meiri Danir eru greinilega mjög óánægðir með störf Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra landsins. 14.1.2013 06:11 Sjá næstu 50 fréttir
Lögum breytt þannig að ökuskírteini gilda í 15 ár í einu Umferðarlögum hefur verið breytt þannig að ökuskírteini gildi ekki lengur þar til hlutaðeigandi er fullra 70 ára heldur einungis í 15 ár frá útgáfu þess. Breytingin gildir frá og með 19. janúar. 15.1.2013 06:38
Skólahald eðlilegt í Glerárskóla í dag þrátt fyrir brunann Skólahald verður með eðlilegum hætti í Glerárskóla á Akureyri í dag þrátt fyrir að þar hafi orðið nokkrar skemmdir vegna elds og reyks í gærkvöldi. Nemendur eru beðnir um að mæta kl. 9.55 í skólann. 15.1.2013 06:34
Lestarslys í Kaíró kostaði 19 manns lífið Að minnsta kosti 19 manns létu lífið og yfir 100 manns slösuðust þegar lest fór af sporinu í útjaðri Kaíró í Egyptalandi í gærdag. 15.1.2013 06:31
Öryggisráðið styður hernaðaríhlutun Frakka í Malí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna styður hernaðaríhlutun Frakka í Afríkuríkinu Malí. Þetta kom fram á fundi ráðsins í gærkvöldi sem haldinn var að frumkvæði Frakka. 15.1.2013 06:29
Réttarhöldunum yfir Berlusconi verður ekki frestað Ákvörðun dómara í Mílanó að fresta ekki yfirstandandi réttarhöldunum yfir Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu gæti þýtt að pólitísku lífi Berlusconi sé endanlega lokið. 15.1.2013 06:23
Ótrúlegt ferðalag kisunnar Holly - gekk 300 kílómetra heim Það hefur oft verið sagt um dýr að þau rati alveg einstaklega vel, mun betur en við mannfólkið. Kötturinn Holly sannar þá kenningu, heldur betur. 14.1.2013 22:28
Öryggisvörðurinn fékk reykeitrun Töluverður eldur kom upp í Glerárskóla á Akureyri síðdegis en það var öryggisvörður frá Securitas sem kallaði eftir aðstoð slökkviliðs þegar hann varð var við eld í byggingunni. Hafði hann reynt að leggja til atlögu við eldinn með handslökkvitæki en varð frá að hverfa vegna reyks. Eldurinn var í kaffistofu starfsmanna og fór mikill reykur álmuna. Tveir reykkafarar voru sendir inn og gekk greiðlega að slökkvaeldinn. Skólinn var reykræstur og lauk því um klukkan hálf átta í kvöld. Öryggisvörðurinn fór á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Talið er að eldurinn hafi kviknað í út frá raftæki. 14.1.2013 21:52
Atvinnumaður í fótbolta vann stóra pottinn Knattspyrnumaður sem leikur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vann 125 þúsund pund, um 26 milljónir króna í bresku lottói. Dregið var 22. desember síðastliðinn og segja forsvarsmenn lottósins að vinningshafinn hafi ekki viljað koma fram undir nafni. Hann var með allar fimm tölurnar í réttri röð, og bónustöluna. 14.1.2013 21:44
Bankarán í Berlín - eins og í bíómynd Það er óhætt að segja að bankaræningjarnir í Berlín í Þýskalandi hafi verið ansi bíræfnir. Þeir grófu nefnilega þrjátíu metra löng göng inn í banka í höfuðborginni, hreinsuðu öryggishólf og kveiktu svo eld í göngunum til að fela öll ummerki. Þeirra er nú leitað. 14.1.2013 20:52
Brasilíska vaxið útrýmir flatlúsinni Svo virðist sem flatlúsin sé að deyja út eftir að fleiri og fleiri konur fara í svokallað brasilískt vax, en þá eru öll skapahár fjarlægð. Læknar í Sydney í Ástralíu segja að engin kona hafi greinst með flatlús frá árinu 2008 og að tilfellum karla hafi fækkað um 80 prósent á síðustu tíu árum. 14.1.2013 20:00
Sprengja frá síðari heimstyrjöldinni í Eldey Tortryggilegur hlutur sem fannst í Eldey um helgina er talinn vera sprengja frá stríðsárunum og rannsakar sprengjudeild Landhelgisgæslunnar nú myndir af fundinum. 14.1.2013 19:49
iPhone svindlarinn með margar kærur á bakinu hér á landi Íslenskur svikahrappur situr nú í varðhaldi í Danmörku grunaður um umfangsmikil fjársvik. Sami maður er með margar kærur á bakinu hér landi vegna svipaðra brota. 14.1.2013 18:42
Par í síbrotagæslu Karl og kona, sem bæði eru á þrítugsaldri, hafa verið úrskurðuð í síbrotagæslu til 8. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa ítrekað komið við sögu hjá lögreglu og voru síðast handtekin um helgina, þá í tengslum við rannsókn á innbroti og þjófnaði í borginni. 14.1.2013 18:31
Hulunni svipt af BMW 4 Mikið er um kynningar á nýjum bílum á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Detroit. Ein þeirra er nýr bíll frá BMW sem nú notast við tölustaf sem BMW hefur ekki notað áður, það er 4. Þessi "coupe“ bíll byggir alfarið á BMW 3-línunni, en er tveggja hurða og einum 5 cm lengri en þristurinn. Hann líkist óneitanlega 6-línu bíl BMW, en sá bíll byggir á 7-línunni, en er eins og nýi fjarkinn með aðeins tvær hurðir. Þeim er barið hafa þennan nýja sportbíl BMW augum ber saman um að þar fer fagur bíll sem ekki ber þess merki að skornar hafi verið tvær hurðir af venjulegum BMW 3 bara til að bjóða "coupe“-bíl. BMW mun bjóða nýja fjarkann í M-útfærslu sem búast má við að verði mjög öflugur bíll. Einnig verður hann í boði sem blæjubíll. 14.1.2013 17:30
Fótbrotnaði í Bláfjöllum Slys varð í Bláfjöllum á fjórða tímanum í dag þar sem maður á bretti féll og er hann talinn fótbrotinn. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um málið. 14.1.2013 17:03
Formaður Evrópusamtakanna bjartsýnn þrátt fyrir hægagang "Auðvitað hefðum við viljað að ríkisstjórnin héldi áfram þetta eins og lá fyrir í stjórnarsáttmálanum, en við skiljum ákvörðunina vel,“ segir Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, um samkomulag ríkisstjórnarinnar að hægja verulega á samningaviðræðum ríkisins um aðild að Evrópusambandinu. 14.1.2013 16:35
Jón Bjarnason hættur í öllum nefndum Jón Bjarnason, fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra á ekki lengur sæti í utanríkismálanefnd Alþingis. Hann á ekki heldur sæti í efnhags- og viðskiptanefnd Alþingis. 14.1.2013 15:50
Forseti ÍSÍ: Lyfjaeftirlitið aldrei jafnvel skipað Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir engan afslátt gefinn hjá lyfjaeftirliti Íþróttasambands Íslands. Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum, skýtur föstum skotum að Ólafi í aðsendum pistli í Fréttablaðinu í dag. 14.1.2013 15:47
Tíu lífseigustu goðsagnirnar um bíla Margar eru goðsagnirnar um bíla sem eiga við lítil rök að styðjast. Bílavefurinn Jalopnik fékk lesendur til að meta hverjar væru þær lífseigustu og almennustu. Þeim er hér raðað í öfugri röð. 10. T-Ford kom aðeins í svörtu Henry Ford á að hafa sagt að fólk gæti valið sér hvaða lit sem væri á T-Ford, svo lengi sem hann væri svartur. Bíllinn var hinsvegar boðinn í mörgum litum á seinni framleiðsluárum bílsins, þ.e. blár, rauður, grænn, grár, enn litirnir voru reyndar sumir svo dökkir að erfitt að greina þá frá svörtu. Af 15 milljón eintökum sem seldust af T-Ford, voru reyndar 12 milljónir svartir. 14.1.2013 14:30
Stórtækur íslenskur iPhone svindlari í varðhaldi í Danmörku Fertugur Íslendingur hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku síðan í lok október grunaður um 110 milljóna króna fjársvik. Greint er frá málinu á fréttavef RÚV. Vísir náði tali af starfsmanni efnahagsbrotadeildar lögreglunnar, sem staðfesti þetta en frekari upplýsingar fengust ekki. 14.1.2013 14:05
Sjálfstæðir Halldórar gagnrýna skáldsögu Hallgríms harðlega Sjálfstæðismennirnir Halldór Halldórsson, formaður sambands sveitarfélaga, og Halldór Jónsson, verkfræðingur sem hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi, gagnrýna bók Hallgríms Helgasonar, Konan við þúsund gráðurnar, harðlega í sitthvorum bloggpistlinum. 14.1.2013 13:49
Rammaáætlun samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða í dag. Alls greiddi 36 þingmenn atkvæði með tillögunni en 21 var á móti. Þetta er fyrsti starfsdagur þingsins eftir áramót. Umræða um rammaáætlunina fór fram fyrir jól en samkvæmt samkomulagi sem gert var, til þess að þingmenn gætu farið í jólaleyfi, var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um málið þangað til í dag. 14.1.2013 12:59
Sérstakur saksóknari vill Styrmi í minnst þriggja ára fangelsi Sérstakur saksóknari krefst 3 til 4 ára fangelsis yfir Styrmi Þór Bragasyni sem ákærður er fyrir umboðssvik vegna svokallaðarar Exeterfléttu, auk sex mánaða til viðbótar, vegna þeim hluta ákærunnar sem snýr að peningaþvætti. 14.1.2013 12:06
Slökkt á MSN eftir tvo mánuði Samskiptaforrit Microsoft, Windows Live Messenger, verður ekki aðgengilegt frá og með 15. mars næstkomandi. 14.1.2013 12:06
Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14.1.2013 11:54
Össur ánægður með ákvörðunina "Ég er ánægður með ákvörðunina sem við tókum, sem er að hægja á aðildarferlinu,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um samkomulag stjórnarflokkanna að hægja verulega á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. 14.1.2013 10:48
Hægt á aðildarviðræðum við ESB Hægt verður á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í minnisblaði sem samþykkt var í ríkisstjórninni í morgun. 14.1.2013 10:29
Schreyer tekur einnig yfir hönnun Hyundai bíla Kia gerði aðalhönnuð sinn, Þjóðverjann Peter Schreyer, að einum af þremur forstjórum fyrirtækisins í byrjun ársins. Vegtyllur og hlutverk hans hafa þó enn aukist. Hann hefur einnig verið settur yfir hönnun allra Hyundai bíla. Hyundai fyrirtækið er fimmta stærsta bílafyrirtæki heims og framleiðir bíla undir merkjum Hyundai og Kia. Það seldi 7,12 milljón bíla í fyrra og áætlar að selja 7,41 milljón bíla í ár. Hönnunardeildir fyrirtækjanna tveggja hafa hingað til verið aðskildar með öllu. Vöxtur Kia hefur verið meiri en hjá Hyundai á síðustu árum og á verðlaunuð hönnun Schreyer á Kia bílum stóran þátt í því. Í því ljósi kemur hlutverk Schreyer nú hjá Hyundai ekki á óvart og á hann nú að sjá til þess að Hyundai bílar verði álíka fagrir og Kia bílar. Hyundai segist hafa það markmið að slá við Volkswagen og BMW er kemur að hönnun bíla sinna. Hvort það tekst með Schreyer við stjórnvölinn kemur svo í ljós. 14.1.2013 10:15
Sýknaður af nauðgun því konan fór úr að ofan Karlmaður var sýknaður af nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness síðasta fimmtudag, meðal annars vegna þess að konan sem hann var ákærður fyrir að brjóta á, klæddi sig úr að ofan. 14.1.2013 10:00
Ríkisstjórnin boðar tíðindi af ESB-aðildarviðræðum Boðað hefur verið að fréttatilkynning verði send frá ríkisstjórninni nú fyrir hádegi en ástæðan mun vera gangur mála varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hittist á aukafundi í morgun til að ræða fyrirkomulag aðildarviðræðnanna fram að kosningum, eins og fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Málið hefur verið rætt á meðal ráðherra og þingmanna stjórnarflokkanna. 14.1.2013 09:51
David Cameron: Bretum er betur borgið innan ESB David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir þjóð sinni betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Hann segir þó vaxandi hluta landsmanna vilja gera breytingar á aðildarsamningnum. 14.1.2013 09:36
Krafði fleiri en einn um greiðslur fyrir sömu fundina Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur gengið frá samningi við Jón Pálma Pálsson um starfslok hans sem bæjarritara. Bæjarritarinn, sem þá var jafnframt settur bæjarstjóri, var leystur tímabundið frá vinnuskyldu sinni á lokuðum fundi bæjarstjórnar þann 16. desember 2012 vegna gruns um að hann hefði brotið starfsskyldur sínar. 14.1.2013 09:19
Fengu ný gögn í Geirfinnsmálinu Í byrjun janúar bárust starfshópi innanríkisráðuneytis um Guðmundar- og Geirfinnsmál enn skjöl sem tengjast rannsókn málanna. 14.1.2013 09:18
Tyrkneskir tölvuþrjótar loka heimasíðu Vífilfells Heimasíða Vífilfells liggur nú niðri eftir að hópur af tyrkneskum tölvuþrjótum réðist á hana í morgun. 14.1.2013 09:04
Bílvelta truflar umferð um Kolgrafarfjörð Önnur akreinin á veginum um Kolgrafarfjörð er nú lokuð vegna þess að þar valt flutningabíll með aftanívagni í morgun. 14.1.2013 08:55
Helstu leiðtogar Venesúela aftur komnir til Kúbu Helstu leiðtogar Venesúela eru aftur komnir til Havana á Kúbu þar sem Hugo Chavez forseti landsins liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir krabbameinsaðgerð. 14.1.2013 07:24
Aðgengilegri sjónvarpsdagskrá Tímaflakk kallast nýjung hjá Símanum, en með því verður hægt að horfa á sjónvarpsefni hvenær sem er innan sólarhrings frá því að efnið var fyrst sýnt. Öll heimili sem tengjast sjónvarpi Símans munu hafa aðgang að flakkinu. Áætlað er að kerfið verði aðgengilegt flestum um miðjan mánuðinn 14.1.2013 07:00
Góð loðnuveiði alla helgina Góð loðnuveiði hefur verið alla helgina í góðu sjóveðri austur af Héraðsflóa. Beitir er til dæmis á landleið með 14 hundruð tonn eftir aðeins 14 klukkustunda viðveru á miðunum. 14.1.2013 06:35
Segir hreinsun Kolgrafarfjarðar ekki á ábyrgð landeigenda Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur útilokað að ábyrgð og kostnaður vegna hreinsunar í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi geti legið hjá landeigendum eða sveitarfélaginu, að því er segir i ályktun bæjarstjórnarinnar. 14.1.2013 06:32
Alþingi kemur saman í dag Alþingi kemdur saman til fundar klukkan hálf ellefu, að loknu jólaleyfi þingmanna. Fyrsta mál á dagskrá verður vernd og orkunýting landssvæða, eða svonefnd rammaáætlun. 14.1.2013 06:30
Hálka veldur mörgum umferðaróhöppum Fjölmörg umferðaróhöpp urðu suðvestanlands um helgina vegna ísingar og hálku, en engin alvarleg slys urðu. Eignatjón var hinsvegar mikið. 14.1.2013 06:29
Gífurlegur harmleikur í uppsiglingu í Sýrlandi Rauði krossin segir að gífurlegur mannlegur harmleikur sé í uppsiglingu í Mið Austurlöndum vegna stríðsins í Sýrlandi. 14.1.2013 06:24
Segir hernaðaríhlutun Frakka í Malí vera skammvinna Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, segir að hernaðaríhlutun Frakka í Afríkuríkinu Malí verði skammvinn og sé aðeins til þess að koma í veg fyrir að herskáir íslamistar nái völdum í landinu. 14.1.2013 06:22
Ætla að prenta nýjar sjóferðabækur Innanríkisráðherra hefur ákveðið að fela Siglingastofnun Íslands að undirbúa prentun nýrra sjóferðabóka. 14.1.2013 06:20
Óvinsældir Helle Thorning Schmidt hafa aldrei verið meiri Danir eru greinilega mjög óánægðir með störf Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra landsins. 14.1.2013 06:11