Erlent

Atvinnumaður í fótbolta vann stóra pottinn

Knattspyrnumaður sem leikur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vann 125 þúsund pund, um 26 milljónir króna í bresku lottói. Dregið var 22. desember síðastliðinn og segja forsvarsmenn lottósins að vinningshafinn hafi ekki viljað koma fram undir nafni. Hann var með allar fimm tölurnar í réttri röð, og bónustöluna.

Breskir fjölmiðlar hafa hinsvegar greint frá því að vinningshafinn sé afar þekktur knattspyrnumaður í Englandi og spili í úrvalsdeildinni. Talsmaður lottósins sagði í samtali við Daily Mail að allir þeir sem vinna í lottóinu ákveði það sjálfir hvort að þeir komi fram undir nafni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×