Erlent

Ótrúlegt ferðalag kisunnar Holly - gekk 300 kílómetra heim

Holly með mömmu og pabba - kát og glöð eftir ferðalagið.
Holly með mömmu og pabba - kát og glöð eftir ferðalagið.
Það hefur oft verið sagt um dýr að þau rati alveg einstaklega vel, mun betur en við mannfólkið. Kötturinn Holly sannar þá kenningu, heldur betur.

Hjónin Jacob og Bonnie Richter fóru í stutt frí á Flórída í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum ásamt kettinum sínum, Holly. Eitt kvöldið varð kisi hræddur eftir að nágrannar þeirra kveiktu á flugeldum og hljóp hann út í myrkrið. Hjónin leituðu að Holly í nokkra daga, dreifðu miðum til fólks en héldu svo heim á leið eftir að leitin bar engan árangur.

Þegar heim var komið, í bæinn West Palm Beach, sem er um 300 kílómetrum frá sumarhúsi þeirra, hugsuðu þau um Holly litlu á hverjum degi. Um tveimur mánuðum síðar fengu þau símtal en þá hafði nágranni þeirra fundið Holly. Nágranninn bjó aðeins einum kílómetra frá heimili þeirra - og hafði Holly það gengið rúmlega 300 kílómetra.

„Hún var svo grönn og veiklulega - gat varla gengið," segir nágraninn sem fann Holly, Barb Mazzola.

Holly er nú í faðmi fjölskyldu sinnar, þar sem hún fær nóg að borða - eflaust einhvern gæðafisk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×