Erlent

Bankarán í Berlín - eins og í bíómynd

Frá bílakjallaranum sem ræningjarnir komust undan.
Frá bílakjallaranum sem ræningjarnir komust undan.
Það er óhætt að segja að bankaræningjarnir í Berlín í Þýskalandi hafi verið ansi bíræfnir. Þeir grófu nefnilega þrjátíu metra löng göng inn í banka í höfuðborginni, hreinsuðu öryggishólf og kveiktu svo eld í göngunum til að fela öll ummerki. Þeirra er nú leitað.

Fjallað er um ránið á vefsíðu The Telegraph. Þar er haft eftir Thomas Neuendorf, talsmanni lögreglunnar í borginni, að göngin hafi legið frá bílakjallara í nágrenni við bankann og að herbergi þar sem öryggishólfin eru. Göngin hafi verið mjög fagmannlega gerð og þeir hafi eflaust unnið í þeim svo mánuðum skipti.

Tilkynnt var um ránið í morgun þegar öryggisvörður varð var við reyk frá herberginu. Óljóst er hversu miklu ræningjunum tókst að koma undan en málið er í rannsókn hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×