Erlent

Lestarslys í Kaíró kostaði 19 manns lífið

Að minnsta kosti 19 manns létu lífið og yfir 100 manns slösuðust þegar lest fór af sporinu í útjaðri Kaíró í Egyptalandi í gærdag.

Lestin var á vegum hersins og var að flytja nýliða í þjálfunarbúðir. Ekki liggur ljóst fyrir af hverju lestin fór af sporinu.

Lestarkerfið í Egyptalandi er þekkt fyrir lélegt öryggi, bilanir og háa slysatíðni. Samgönguráðherra landsins hefur sagt af sér í kjölfarið og segist axla ábyrgðina á þessu slysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×