Erlent

Öryggisráðið styður hernaðaríhlutun Frakka í Malí

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna styður hernaðaríhlutun Frakka í Afríkuríkinu Malí. Þetta kom fram á fundi ráðsins í gærkvöldi sem haldinn var að frumkvæði Frakka.

Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði eftir fundinn að hann vonaðist til þess að hernaður Frakka í Malí yrði til þess að réttmæt stjórnvöld landsins næðu yfirráðum yfir því öllu að nýju.

Aðrar NATO þjóðir eins og Bretar og Danir styðja við bakið á Frökkum í Malí með því að flytja fyrir þá vopn og vistir til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×