Innlent

Öryggisvörðurinn fékk reykeitrun

Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. Mynd/Slökkvilið Akureyrar
Töluverður eldur kom upp í Glerárskóla á Akureyri síðdegis en það var öryggisvörður frá Securitas sem kallaði eftir aðstoð slökkviliðs þegar hann varð var við eld í byggingunni. Hafði hann reynt að leggja til atlögu við eldinn með handslökkvitæki en varð frá að hverfa vegna reyks. Eldurinn var í kaffistofu starfsmanna og fór mikill reykur álmuna. Tveir reykkafarar voru sendir inn og gekk greiðlega að slökkvaeldinn. Skólinn var reykræstur og lauk því um klukkan hálf átta í kvöld. Öryggisvörðurinn fór á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Talið er að eldurinn hafi kviknað í út frá raftæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×