Innlent

Skólahald eðlilegt í Glerárskóla í dag þrátt fyrir brunann

Skólahald verður með eðlilegum hætti í Glerárskóla á Akureyri í dag þrátt fyrir að þar hafi orðið nokkrar skemmdir vegna elds og reyks í gærkvöldi.  Nemendur eru beðnir um að mæta kl. 9.55 í skólann.

Eldurinn kviknaði í álmu sem hýsir kaffistofu kennara og annarra starfsmanna og eru skemmdir einangraðar við það svæði.

Það var öryggisvörður Securitas sem varð eldsins var og kallaði eftir slökkviliði. Að því búnu réðist hann sjálfur til atlögu við eldinn með handslökkvitæki, en varð frá að hverfa og var fluttur á sjúkrahúsið vegna gruns um reykeitrun. Hann kenndi eymsla í lungum, en var útskrifaður síðar í gærkvöldi.

Slökkvisstarf gekk vel, en talið er að eldurinn hafi kviknað í vatnskælitæki á kaffistofunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×