Erlent

Réttarhöldunum yfir Berlusconi verður ekki frestað

Ákvörðun dómara í Mílanó að fresta ekki yfirstandandi réttarhöldunum yfir Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu gæti þýtt að pólitísku lífi Berlusconi sé endanlega lokið.

Stúlkan Karima el-Maroug betur þekkt Ruby hjartaþjófur mætti í fyrsta sinn í réttarsalinn í Mílanó þar sem málaferlin gegn Berlusconi eru haldin en hann er sakaður um að hafa haft kynmök við hana þegar hún var undir lögaldri. Hún hafði verið boðuð í réttinn í síðasta mánuði en mætti þá ekki en Karima er vitni fyrir vörnina í málinu.

Um leið og Karima mætti lagði lögmaður Berlusconi fram kröfu um að málaferlunum yrði frestað fram yfir þingkosningarnar á Ítalíu í næsta mánuði en Berlusconi gefur kost á sér í þeim. Dómarinn hafnaði þeirri beiðni. Þá kvað lögmaðurinn að vitnisburðar Karimu væri ekki lengur krafist og hún yfirgaf salinn.

Málaferlin gegn Berlusconi halda því áfram fram yfir kosningarnar sem talið er að komi sér afar illa fyrir hann. Í þeim verður meðal annars fjallað um svokallaðar bunga bunga eða kynsvallsveislur Berlusconi sem hann hélt meðan hann gengdi starfi forsætisráðherra Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×