Erlent

Brasilíska vaxið útrýmir flatlúsinni

Myndin tengist fréttinni ekki beint
Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd/Úr safni
Svo virðist sem flatlúsin sé að deyja út eftir að fleiri og fleiri konur fara í svokallað brasilískt vax, en þá eru öll skapahár fjarlægð. Læknar í Sydney í Ástralíu segja að engin kona hafi greinst með flatlús frá árinu 2008 og að tilfellum karla hafi fækkað um 80 prósent á síðustu tíu árum.

„Þetta var mjög algegnt hér áður fyrr, en nú fáum við varla sjúklinga með flatlús," segir Basil Donovan læknir á kynsjúkdómadeild heilsugæslunni í Sydney.

Síðustu ár hefur kynfærarakstur aukist gríðarlega og samkvæmt vef Daily Mail eru yfir 80 prósent menntaskólanema í Bandaríkjunum sem láta snyrta, eða fjarlægja, skapahárin.

Á vef Landlæknis segir flatlúsin sé sníkjudýr sem finnst aðallega í hárunum í kringum kynfærin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×