Erlent

Yfir 3.000 sváfu í flugstöð vegna snjókomu

Mikil snjókoma í Japan varð þess valdandi að allt flug frá Narita flugvellinum í Tókýó lagðist af í gærkvöldi. Því þurftu 3.400 manns að hafast við í flugstöðinni á flugvellinum í nótt en Narita er einn stærsti alþjóðaflugvöllurinn í Japan.

Starfsfólk flugstöðvarinnar dreifði svefnpokum til farþeganna sem voru strandaðir á flugvellinum ásamt drykkjarvatni og kexi. Flug hófst að nýju í morgun.

Snjókoma þessi olli einnig töluverðum truflunum á vega- og lestarsamgöngum í og við Tókýó um tíma. Lestarferðir eru aftur á áætlun í morgun en enn er verið að ryðja snjó af vegum í grennd við borgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×