Innlent

Fleiri ábendingar eftir Kastljós

Karl Vignir Þorsteinsson situr í gæsluvarðhaldi þar til annan miðvikudag. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum var kveðinn upp 9. janúar. fréttablaðið/anton
Karl Vignir Þorsteinsson situr í gæsluvarðhaldi þar til annan miðvikudag. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum var kveðinn upp 9. janúar. fréttablaðið/anton
Kynferðisafbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu finnur fyrir því að meira er um ábendingar og hringingar til embættisins vegna kynferðisbrotamála í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um brot Karls Vignis Þorsteinssonar. Þetta segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.

Að sögn Björgvins hefur þurft að skoða nokkur mál vandlega sem bent hefur verið á.

Karl Vignir situr enn í gæsluvarðhaldi og er rannsókn á brotum hans í fullum gangi. Nú hafa sex kærur á hendur Karl Vigni borist lögreglunni. Ein kæra var tekin niður í gær og jafnvel er búist við að fleiri kærur berist embættinu á næstu dögum.

Spurður hvernig máli Karls Vignis miði segir Björgvin að það gangi eins og við hafi verið búist. Málið sé umfangsmikið en því miði ágætlega. Enginn tímarammi hefur verið settur um rannsóknina en gæsluvarðhaldið yfir Karli Vigni rennur út miðvikudaginn 23. janúar.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×