Erlent

Hvítlauk smyglað frá Noregi til ESB-landa

Tveir breskir ríkisborgarar eru taldir standa á bak við umfangsmikið smygl á hvítlauk frá Noregi til Evrópusambandslanda. Sænskir tollverðir á landamærum Noregs og Svíþjóðar fundu mikið magn hvítlauks í vöruflutningabíl sem var á leið til Svíþjóðar og hafa sænsk yfirvöld farið fram á handtöku og framsal höfuðpauranna.

Hvítlaukur er fluttur tollfrjálst frá Kína til Noregs. Þaðan er honum smyglað til Svíþjóðar og áfram til annarra Evrópusambandslanda þar sem háir tollar eru á hvítlauk. Talið er að hvítlauk hafi verið smyglað frá Noregi frá 2009 fyrir rúmlega tíu milljónir evra.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×