Varð undir veghefli en kláraði vaktina 15. janúar 2013 07:00 Heppinn Pétur Óli segist vera heppinn að vera á lífi enda varð hann undir veghefli í fyrrinótt án þess að hljóta mikinn skaða. Hann hélt snjómokstursvaktinni áfram þrátt fyrir óhappið.fréttablaðið/stefán Pétri Óla Péturssyni tókst með snarræði að bjarga eigin lífi þegar hann varð nærri undir veghefli sem hann ók sjálfur. Hann var að vinna við Korputorg á höfuðborgarsvæðinu þegar atvikið varð. Hann segist aðeins vera skrámaður og bólginn og gat klárað vaktina í fyrrinótt. „Þetta gerðist nú bara þannig að ég var að fara að ryðja snjó um miðnættið og setti hefilinn í gang," segir Pétur Óli þegar hann er beðinn um að lýsa atvikinu. „Það var töluvert frost úti, svona fimm eða sex stig. Hefillinn var búinn að ganga í nokkrar mínútur þegar ég gaf honum inn og ætlaði af stað. Þá fraus olíugjöfin föst í hvínandi botni." Pétur steig þá úr stjórnklefa tækisins og ætlaði að losa olíugjafarbarkann undir stýrishúsinu. Til þess þurfti hann að teygja sig undir hefilinn á milli fram- og afturhjólanna á liðstýrðum heflinum. „Ég teygi mig þarna undir húsið, í svartamyrkri, og tel mig vera kominn með höndina á réttan barka til að slaka á olíugjöfinni en þá reyndist það vera gírstangarbarkinn." Með því að tekið var á vitlausum barka hrökk hefillinn í gír og rauk af stað og yfir Pétur. „Afturdekkið fór aðeins yfir löppina á mér," segir Pétur. „Með gríðarlegu átaki náði ég að slíta mig lausan þarna, annars hefði getað farið illa." Pétur horfði svo á eftir heflinum hátt í þrjú hundruð metra áður en hann hljóp á eftir honum. „Ég reif mig bara á lappir og náði að príla upp í hann og koma honum úr gír." Hefillinn var að sögn Péturs ekki á leiðinni að rekast á neitt en hann veit af klettum hundrað metrum frá því þar sem hann náði stjórn á tækinu. „Ef maður hefði verið í íbúðahverfi hefði getað farið verr. Þetta sýnir manni að þó maður sé búinn með 60 þúsund vinnustundir á svona tæki er maður aldrei fullnuma í þessu," segir Pétur.- bþh Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Pétri Óla Péturssyni tókst með snarræði að bjarga eigin lífi þegar hann varð nærri undir veghefli sem hann ók sjálfur. Hann var að vinna við Korputorg á höfuðborgarsvæðinu þegar atvikið varð. Hann segist aðeins vera skrámaður og bólginn og gat klárað vaktina í fyrrinótt. „Þetta gerðist nú bara þannig að ég var að fara að ryðja snjó um miðnættið og setti hefilinn í gang," segir Pétur Óli þegar hann er beðinn um að lýsa atvikinu. „Það var töluvert frost úti, svona fimm eða sex stig. Hefillinn var búinn að ganga í nokkrar mínútur þegar ég gaf honum inn og ætlaði af stað. Þá fraus olíugjöfin föst í hvínandi botni." Pétur steig þá úr stjórnklefa tækisins og ætlaði að losa olíugjafarbarkann undir stýrishúsinu. Til þess þurfti hann að teygja sig undir hefilinn á milli fram- og afturhjólanna á liðstýrðum heflinum. „Ég teygi mig þarna undir húsið, í svartamyrkri, og tel mig vera kominn með höndina á réttan barka til að slaka á olíugjöfinni en þá reyndist það vera gírstangarbarkinn." Með því að tekið var á vitlausum barka hrökk hefillinn í gír og rauk af stað og yfir Pétur. „Afturdekkið fór aðeins yfir löppina á mér," segir Pétur. „Með gríðarlegu átaki náði ég að slíta mig lausan þarna, annars hefði getað farið illa." Pétur horfði svo á eftir heflinum hátt í þrjú hundruð metra áður en hann hljóp á eftir honum. „Ég reif mig bara á lappir og náði að príla upp í hann og koma honum úr gír." Hefillinn var að sögn Péturs ekki á leiðinni að rekast á neitt en hann veit af klettum hundrað metrum frá því þar sem hann náði stjórn á tækinu. „Ef maður hefði verið í íbúðahverfi hefði getað farið verr. Þetta sýnir manni að þó maður sé búinn með 60 þúsund vinnustundir á svona tæki er maður aldrei fullnuma í þessu," segir Pétur.- bþh
Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira