Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2013 11:37 Nordicphotos/Getty Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. Hann mótmælir frumvarpinu harðlega í samtali við fréttastofu og segir tekjur ríkissjóðs munu snarminnka og í því felist mögulega ritskoðun. Jens Pétur segir frumvarpið að stofninum til frá árinu 2006. Þróun internetsins sé hröð og frumvarpið úrelt. Þá bendir hann á að í 15. grein frumvarpsins felist mögulega ritskoðun. „Það er ákvæði sem veitir Póst- og fjarskiptastofnun heimild til að hafa, eftir atvikum, eftirlit með starfsemi rétthafa léna. Það er hvergi í athugasemdum skýrt út hvað þetta þýðir," segir Jens Pétur. Þótt ákvæðið láti lítið yfir sér telji hann að um opnun á ritskoðun geti verið að ræða. „Til hvers á Póst- og fjarskiptastofnun að hafa eftirlit með starfsemi allra sem hafa .is lén? Þetta þarf að stoppa og löggjafinn þarf að skýra út fyrir almenningi hvað hann er að hugsa með þessu," segir Jens Pétur sem telur innanríkisráðherra á villigötum með frumvarpið. „Setja á erlendum aðilum sérstök skilyrði til þess að skrá lén sem hafa ekki verið áður," segir Jens Pétur en ISNIC var hluti af starfshópi sem unnið hefur að frumvarpinu. Hann segir ekki hafa verið farið eftir tillögum ISNICS. „Fyrir árið 2006 var ákvæði í reglum ISNIC um innlendan tengilið. Þau skilyrði höfðu reynst mjög illa. Þá fóru að spretta upp allskyns óprúttnir innlendir aðilar sem fóru að skrá hitt og þetta. Fræg dæmi um þetta eru Mercedes.is og Microsoft.is sem menn skráðu í þeirri von um að geta selt erlendum rétthafa lénið. Þetta var helst ástæðan fyrir að kröfunni um innlendan tengilið fyrir erlendan rétthafa var aflétt," segir Jens Pétur. „Nú á að bakka aftur í þetta fornaldarfyrirkomulag. Ég sé ekki annað en ástæðan sé sú að vera á móti útlendingum sem eru með .is lén." Í frumvarpi innanríkisráðherra er lagt til að innheimt verði 3,5 prósent rekstrargjald af veltu skráningarstofu íslensks höfuðléns. „Það á að setja á 3,5 prósent lénaskatt. Það þekktist ekki. Við létum gera könnun fyrir okkur hjá samtökum evrópskra landsléna, Center. Það eru ýmis lönd í þessum samtökum því þau eru einfaldlega þau bestu í heimi. Út úr könnunni kemur að ekkert landslén af þeim fimmtíu sem voru spurð eru með lénaskatt. Auðvitað þekkjast lénaskattar í Kína, Íran og svoleiðis löndum enda hefur Íran ekki fengið inngöngu í samtökin vegna sinna skrýtnu lénareglur," segir Jens sem mótmælir skattinum harðlega fyrir hönd handhafa léna. Hann telur að rekstrargjaldið muni verða til þess að gera .is lénið óvinsælt á svipstundu og fólk muni velja sér annað lén. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," segir Jens Pétur.Frumvarpið má lesa með því að smella hér. Jens Pétur er framkvæmdastjóri ISNIC og meirihlutaeigandi í fyrirtækinu. 75% hluti þess er í einkaeigu en 25% í eigu opinberra aðila. Fyrirtækið velti um 244 milljónum króna á síðasta ári eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í á síðasta ári. Sjá hér. Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Sjá meira
Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. Hann mótmælir frumvarpinu harðlega í samtali við fréttastofu og segir tekjur ríkissjóðs munu snarminnka og í því felist mögulega ritskoðun. Jens Pétur segir frumvarpið að stofninum til frá árinu 2006. Þróun internetsins sé hröð og frumvarpið úrelt. Þá bendir hann á að í 15. grein frumvarpsins felist mögulega ritskoðun. „Það er ákvæði sem veitir Póst- og fjarskiptastofnun heimild til að hafa, eftir atvikum, eftirlit með starfsemi rétthafa léna. Það er hvergi í athugasemdum skýrt út hvað þetta þýðir," segir Jens Pétur. Þótt ákvæðið láti lítið yfir sér telji hann að um opnun á ritskoðun geti verið að ræða. „Til hvers á Póst- og fjarskiptastofnun að hafa eftirlit með starfsemi allra sem hafa .is lén? Þetta þarf að stoppa og löggjafinn þarf að skýra út fyrir almenningi hvað hann er að hugsa með þessu," segir Jens Pétur sem telur innanríkisráðherra á villigötum með frumvarpið. „Setja á erlendum aðilum sérstök skilyrði til þess að skrá lén sem hafa ekki verið áður," segir Jens Pétur en ISNIC var hluti af starfshópi sem unnið hefur að frumvarpinu. Hann segir ekki hafa verið farið eftir tillögum ISNICS. „Fyrir árið 2006 var ákvæði í reglum ISNIC um innlendan tengilið. Þau skilyrði höfðu reynst mjög illa. Þá fóru að spretta upp allskyns óprúttnir innlendir aðilar sem fóru að skrá hitt og þetta. Fræg dæmi um þetta eru Mercedes.is og Microsoft.is sem menn skráðu í þeirri von um að geta selt erlendum rétthafa lénið. Þetta var helst ástæðan fyrir að kröfunni um innlendan tengilið fyrir erlendan rétthafa var aflétt," segir Jens Pétur. „Nú á að bakka aftur í þetta fornaldarfyrirkomulag. Ég sé ekki annað en ástæðan sé sú að vera á móti útlendingum sem eru með .is lén." Í frumvarpi innanríkisráðherra er lagt til að innheimt verði 3,5 prósent rekstrargjald af veltu skráningarstofu íslensks höfuðléns. „Það á að setja á 3,5 prósent lénaskatt. Það þekktist ekki. Við létum gera könnun fyrir okkur hjá samtökum evrópskra landsléna, Center. Það eru ýmis lönd í þessum samtökum því þau eru einfaldlega þau bestu í heimi. Út úr könnunni kemur að ekkert landslén af þeim fimmtíu sem voru spurð eru með lénaskatt. Auðvitað þekkjast lénaskattar í Kína, Íran og svoleiðis löndum enda hefur Íran ekki fengið inngöngu í samtökin vegna sinna skrýtnu lénareglur," segir Jens sem mótmælir skattinum harðlega fyrir hönd handhafa léna. Hann telur að rekstrargjaldið muni verða til þess að gera .is lénið óvinsælt á svipstundu og fólk muni velja sér annað lén. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," segir Jens Pétur.Frumvarpið má lesa með því að smella hér. Jens Pétur er framkvæmdastjóri ISNIC og meirihlutaeigandi í fyrirtækinu. 75% hluti þess er í einkaeigu en 25% í eigu opinberra aðila. Fyrirtækið velti um 244 milljónum króna á síðasta ári eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í á síðasta ári. Sjá hér.
Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Sjá meira