Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2013 11:37 Nordicphotos/Getty Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. Hann mótmælir frumvarpinu harðlega í samtali við fréttastofu og segir tekjur ríkissjóðs munu snarminnka og í því felist mögulega ritskoðun. Jens Pétur segir frumvarpið að stofninum til frá árinu 2006. Þróun internetsins sé hröð og frumvarpið úrelt. Þá bendir hann á að í 15. grein frumvarpsins felist mögulega ritskoðun. „Það er ákvæði sem veitir Póst- og fjarskiptastofnun heimild til að hafa, eftir atvikum, eftirlit með starfsemi rétthafa léna. Það er hvergi í athugasemdum skýrt út hvað þetta þýðir," segir Jens Pétur. Þótt ákvæðið láti lítið yfir sér telji hann að um opnun á ritskoðun geti verið að ræða. „Til hvers á Póst- og fjarskiptastofnun að hafa eftirlit með starfsemi allra sem hafa .is lén? Þetta þarf að stoppa og löggjafinn þarf að skýra út fyrir almenningi hvað hann er að hugsa með þessu," segir Jens Pétur sem telur innanríkisráðherra á villigötum með frumvarpið. „Setja á erlendum aðilum sérstök skilyrði til þess að skrá lén sem hafa ekki verið áður," segir Jens Pétur en ISNIC var hluti af starfshópi sem unnið hefur að frumvarpinu. Hann segir ekki hafa verið farið eftir tillögum ISNICS. „Fyrir árið 2006 var ákvæði í reglum ISNIC um innlendan tengilið. Þau skilyrði höfðu reynst mjög illa. Þá fóru að spretta upp allskyns óprúttnir innlendir aðilar sem fóru að skrá hitt og þetta. Fræg dæmi um þetta eru Mercedes.is og Microsoft.is sem menn skráðu í þeirri von um að geta selt erlendum rétthafa lénið. Þetta var helst ástæðan fyrir að kröfunni um innlendan tengilið fyrir erlendan rétthafa var aflétt," segir Jens Pétur. „Nú á að bakka aftur í þetta fornaldarfyrirkomulag. Ég sé ekki annað en ástæðan sé sú að vera á móti útlendingum sem eru með .is lén." Í frumvarpi innanríkisráðherra er lagt til að innheimt verði 3,5 prósent rekstrargjald af veltu skráningarstofu íslensks höfuðléns. „Það á að setja á 3,5 prósent lénaskatt. Það þekktist ekki. Við létum gera könnun fyrir okkur hjá samtökum evrópskra landsléna, Center. Það eru ýmis lönd í þessum samtökum því þau eru einfaldlega þau bestu í heimi. Út úr könnunni kemur að ekkert landslén af þeim fimmtíu sem voru spurð eru með lénaskatt. Auðvitað þekkjast lénaskattar í Kína, Íran og svoleiðis löndum enda hefur Íran ekki fengið inngöngu í samtökin vegna sinna skrýtnu lénareglur," segir Jens sem mótmælir skattinum harðlega fyrir hönd handhafa léna. Hann telur að rekstrargjaldið muni verða til þess að gera .is lénið óvinsælt á svipstundu og fólk muni velja sér annað lén. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," segir Jens Pétur.Frumvarpið má lesa með því að smella hér. Jens Pétur er framkvæmdastjóri ISNIC og meirihlutaeigandi í fyrirtækinu. 75% hluti þess er í einkaeigu en 25% í eigu opinberra aðila. Fyrirtækið velti um 244 milljónum króna á síðasta ári eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í á síðasta ári. Sjá hér. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. Hann mótmælir frumvarpinu harðlega í samtali við fréttastofu og segir tekjur ríkissjóðs munu snarminnka og í því felist mögulega ritskoðun. Jens Pétur segir frumvarpið að stofninum til frá árinu 2006. Þróun internetsins sé hröð og frumvarpið úrelt. Þá bendir hann á að í 15. grein frumvarpsins felist mögulega ritskoðun. „Það er ákvæði sem veitir Póst- og fjarskiptastofnun heimild til að hafa, eftir atvikum, eftirlit með starfsemi rétthafa léna. Það er hvergi í athugasemdum skýrt út hvað þetta þýðir," segir Jens Pétur. Þótt ákvæðið láti lítið yfir sér telji hann að um opnun á ritskoðun geti verið að ræða. „Til hvers á Póst- og fjarskiptastofnun að hafa eftirlit með starfsemi allra sem hafa .is lén? Þetta þarf að stoppa og löggjafinn þarf að skýra út fyrir almenningi hvað hann er að hugsa með þessu," segir Jens Pétur sem telur innanríkisráðherra á villigötum með frumvarpið. „Setja á erlendum aðilum sérstök skilyrði til þess að skrá lén sem hafa ekki verið áður," segir Jens Pétur en ISNIC var hluti af starfshópi sem unnið hefur að frumvarpinu. Hann segir ekki hafa verið farið eftir tillögum ISNICS. „Fyrir árið 2006 var ákvæði í reglum ISNIC um innlendan tengilið. Þau skilyrði höfðu reynst mjög illa. Þá fóru að spretta upp allskyns óprúttnir innlendir aðilar sem fóru að skrá hitt og þetta. Fræg dæmi um þetta eru Mercedes.is og Microsoft.is sem menn skráðu í þeirri von um að geta selt erlendum rétthafa lénið. Þetta var helst ástæðan fyrir að kröfunni um innlendan tengilið fyrir erlendan rétthafa var aflétt," segir Jens Pétur. „Nú á að bakka aftur í þetta fornaldarfyrirkomulag. Ég sé ekki annað en ástæðan sé sú að vera á móti útlendingum sem eru með .is lén." Í frumvarpi innanríkisráðherra er lagt til að innheimt verði 3,5 prósent rekstrargjald af veltu skráningarstofu íslensks höfuðléns. „Það á að setja á 3,5 prósent lénaskatt. Það þekktist ekki. Við létum gera könnun fyrir okkur hjá samtökum evrópskra landsléna, Center. Það eru ýmis lönd í þessum samtökum því þau eru einfaldlega þau bestu í heimi. Út úr könnunni kemur að ekkert landslén af þeim fimmtíu sem voru spurð eru með lénaskatt. Auðvitað þekkjast lénaskattar í Kína, Íran og svoleiðis löndum enda hefur Íran ekki fengið inngöngu í samtökin vegna sinna skrýtnu lénareglur," segir Jens sem mótmælir skattinum harðlega fyrir hönd handhafa léna. Hann telur að rekstrargjaldið muni verða til þess að gera .is lénið óvinsælt á svipstundu og fólk muni velja sér annað lén. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," segir Jens Pétur.Frumvarpið má lesa með því að smella hér. Jens Pétur er framkvæmdastjóri ISNIC og meirihlutaeigandi í fyrirtækinu. 75% hluti þess er í einkaeigu en 25% í eigu opinberra aðila. Fyrirtækið velti um 244 milljónum króna á síðasta ári eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í á síðasta ári. Sjá hér.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira