Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2013 11:37 Nordicphotos/Getty Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. Hann mótmælir frumvarpinu harðlega í samtali við fréttastofu og segir tekjur ríkissjóðs munu snarminnka og í því felist mögulega ritskoðun. Jens Pétur segir frumvarpið að stofninum til frá árinu 2006. Þróun internetsins sé hröð og frumvarpið úrelt. Þá bendir hann á að í 15. grein frumvarpsins felist mögulega ritskoðun. „Það er ákvæði sem veitir Póst- og fjarskiptastofnun heimild til að hafa, eftir atvikum, eftirlit með starfsemi rétthafa léna. Það er hvergi í athugasemdum skýrt út hvað þetta þýðir," segir Jens Pétur. Þótt ákvæðið láti lítið yfir sér telji hann að um opnun á ritskoðun geti verið að ræða. „Til hvers á Póst- og fjarskiptastofnun að hafa eftirlit með starfsemi allra sem hafa .is lén? Þetta þarf að stoppa og löggjafinn þarf að skýra út fyrir almenningi hvað hann er að hugsa með þessu," segir Jens Pétur sem telur innanríkisráðherra á villigötum með frumvarpið. „Setja á erlendum aðilum sérstök skilyrði til þess að skrá lén sem hafa ekki verið áður," segir Jens Pétur en ISNIC var hluti af starfshópi sem unnið hefur að frumvarpinu. Hann segir ekki hafa verið farið eftir tillögum ISNICS. „Fyrir árið 2006 var ákvæði í reglum ISNIC um innlendan tengilið. Þau skilyrði höfðu reynst mjög illa. Þá fóru að spretta upp allskyns óprúttnir innlendir aðilar sem fóru að skrá hitt og þetta. Fræg dæmi um þetta eru Mercedes.is og Microsoft.is sem menn skráðu í þeirri von um að geta selt erlendum rétthafa lénið. Þetta var helst ástæðan fyrir að kröfunni um innlendan tengilið fyrir erlendan rétthafa var aflétt," segir Jens Pétur. „Nú á að bakka aftur í þetta fornaldarfyrirkomulag. Ég sé ekki annað en ástæðan sé sú að vera á móti útlendingum sem eru með .is lén." Í frumvarpi innanríkisráðherra er lagt til að innheimt verði 3,5 prósent rekstrargjald af veltu skráningarstofu íslensks höfuðléns. „Það á að setja á 3,5 prósent lénaskatt. Það þekktist ekki. Við létum gera könnun fyrir okkur hjá samtökum evrópskra landsléna, Center. Það eru ýmis lönd í þessum samtökum því þau eru einfaldlega þau bestu í heimi. Út úr könnunni kemur að ekkert landslén af þeim fimmtíu sem voru spurð eru með lénaskatt. Auðvitað þekkjast lénaskattar í Kína, Íran og svoleiðis löndum enda hefur Íran ekki fengið inngöngu í samtökin vegna sinna skrýtnu lénareglur," segir Jens sem mótmælir skattinum harðlega fyrir hönd handhafa léna. Hann telur að rekstrargjaldið muni verða til þess að gera .is lénið óvinsælt á svipstundu og fólk muni velja sér annað lén. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," segir Jens Pétur.Frumvarpið má lesa með því að smella hér. Jens Pétur er framkvæmdastjóri ISNIC og meirihlutaeigandi í fyrirtækinu. 75% hluti þess er í einkaeigu en 25% í eigu opinberra aðila. Fyrirtækið velti um 244 milljónum króna á síðasta ári eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í á síðasta ári. Sjá hér. Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. Hann mótmælir frumvarpinu harðlega í samtali við fréttastofu og segir tekjur ríkissjóðs munu snarminnka og í því felist mögulega ritskoðun. Jens Pétur segir frumvarpið að stofninum til frá árinu 2006. Þróun internetsins sé hröð og frumvarpið úrelt. Þá bendir hann á að í 15. grein frumvarpsins felist mögulega ritskoðun. „Það er ákvæði sem veitir Póst- og fjarskiptastofnun heimild til að hafa, eftir atvikum, eftirlit með starfsemi rétthafa léna. Það er hvergi í athugasemdum skýrt út hvað þetta þýðir," segir Jens Pétur. Þótt ákvæðið láti lítið yfir sér telji hann að um opnun á ritskoðun geti verið að ræða. „Til hvers á Póst- og fjarskiptastofnun að hafa eftirlit með starfsemi allra sem hafa .is lén? Þetta þarf að stoppa og löggjafinn þarf að skýra út fyrir almenningi hvað hann er að hugsa með þessu," segir Jens Pétur sem telur innanríkisráðherra á villigötum með frumvarpið. „Setja á erlendum aðilum sérstök skilyrði til þess að skrá lén sem hafa ekki verið áður," segir Jens Pétur en ISNIC var hluti af starfshópi sem unnið hefur að frumvarpinu. Hann segir ekki hafa verið farið eftir tillögum ISNICS. „Fyrir árið 2006 var ákvæði í reglum ISNIC um innlendan tengilið. Þau skilyrði höfðu reynst mjög illa. Þá fóru að spretta upp allskyns óprúttnir innlendir aðilar sem fóru að skrá hitt og þetta. Fræg dæmi um þetta eru Mercedes.is og Microsoft.is sem menn skráðu í þeirri von um að geta selt erlendum rétthafa lénið. Þetta var helst ástæðan fyrir að kröfunni um innlendan tengilið fyrir erlendan rétthafa var aflétt," segir Jens Pétur. „Nú á að bakka aftur í þetta fornaldarfyrirkomulag. Ég sé ekki annað en ástæðan sé sú að vera á móti útlendingum sem eru með .is lén." Í frumvarpi innanríkisráðherra er lagt til að innheimt verði 3,5 prósent rekstrargjald af veltu skráningarstofu íslensks höfuðléns. „Það á að setja á 3,5 prósent lénaskatt. Það þekktist ekki. Við létum gera könnun fyrir okkur hjá samtökum evrópskra landsléna, Center. Það eru ýmis lönd í þessum samtökum því þau eru einfaldlega þau bestu í heimi. Út úr könnunni kemur að ekkert landslén af þeim fimmtíu sem voru spurð eru með lénaskatt. Auðvitað þekkjast lénaskattar í Kína, Íran og svoleiðis löndum enda hefur Íran ekki fengið inngöngu í samtökin vegna sinna skrýtnu lénareglur," segir Jens sem mótmælir skattinum harðlega fyrir hönd handhafa léna. Hann telur að rekstrargjaldið muni verða til þess að gera .is lénið óvinsælt á svipstundu og fólk muni velja sér annað lén. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," segir Jens Pétur.Frumvarpið má lesa með því að smella hér. Jens Pétur er framkvæmdastjóri ISNIC og meirihlutaeigandi í fyrirtækinu. 75% hluti þess er í einkaeigu en 25% í eigu opinberra aðila. Fyrirtækið velti um 244 milljónum króna á síðasta ári eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í á síðasta ári. Sjá hér.
Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira