Innlent

Stórhætta þegar kveikt var í stigagangi í Garðabæ

Minnstu munaði að illa færi, að mati slökkviliðsmanna, þegar einhver kveikti í sameign og stigagangi í húsi við Smiðsbúð í Garðabæ í gærkvöldi.

Þar eru nokkrar íbúðir á efri hæð og urðu íbúar varir við að reykur var að berast inn til þeirra. Þeir kölluðu á slökkvilið en tókst sjálfum að slökkva eldinn með handslökkvitæki, áður en hann næði útbreiðslu, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Slökkviliðið reykræsti sameignina og einhverjar íbúðir. Brennuvargurinn er ófundinn og rannsakar lögregla málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×