Útkoman týpísk Hollywood-steypa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2013 12:59 Kristinn, Julian Assange og Jennifer Robinson hjá Wikileaks. Nordicphotos/Getty „Ég hef heyrt ávæning af handritinu og það hefur ekki verið til þess að auka bjartsýni mína um að þarna sé vel farið með. Ég treysti Hollywood ekki sérstaklega vel til þess að vera skrásetjari sögunnar," segir Kristinn Hrafnsson talsmaður WikiLeaks. Samkvæmt heimildum fréttastofu munu tökur á kvikmyndinni, sem borið hefur vinnuheitið The Man Who Sold The World, hér á landi hefjast á fimmtudag. Myndin, sem fjallar um Wikileaks og Julian Assange, byggir á bókunum Inside WikiLeaks: My Time with Julian Assange at the World's Most Dangerous Website og Inside Julian Assange's War on Secrecy. Þingkonan Birgitta Jónsdóttir veitti handritshöfundinum Josh Singer ráðgjöf líkt og fjallað var um í Fréttablaðinu fyrr í mánuðinum. Birgitta er persóna í myndinni en það er Kristinn ekki samkvæmt heimildum fréttastofu. „Blessunarlega," segir Kristinn sem hefur miklar efasemdir um myndina enda sé lítið að marka bækurnar tvær sem liggja til grundvallar henni. „Þegar lagt er af stað með þessar bækur til grundvallar á maður ekki von á öðru en að útkoman verði týpísk Hollywood-steypa sem á lítið skylt við raunveruleikann," segir Kristinn sem þekkir vel til bókarhöfundanna. „Þarna er byggt á tveimur bókum. Annars vegar eftir Daniel Domscheit-Berg sem var hent út úr samtökunum árið 2010 eftir að hann reyndi að grafa undan Julian Assange og endaði á því að skaða samtökin með því að eyða gögnum sem höfðu verið send til samtakanna," segir Kristinn og ber höfundi hinnar bókarinnar ekki heldur vel söguna. „Hin bókin er eftir David Leigh sem hefur jafnframt, með ógætilegri meðferð upplýsinga, valdið okkur skaða. Bókin er mjög neikvæð og full af rangfærslum að mörgu leyti. Ég ætti að vita það enda var ég í nánu samstarfi við hann og fleiri." Kristinn hefur mestar áhyggjur af því að kvikmyndin fái ímynd sannsögulegrar myndar sem menn miði við sem einhvers konar sannleik um WikiLeaks. „Ég hef efasemdir um að þetta verði nokkuð annað en einhver steypa sem er fjarskyld veruleikanum. Maður hefur séð það í öðrum myndum af svipuðum toga. Zero Dark Thirty með Kathryn Bigelow og The Social Network að sumu leyti," segir Kristinn og tekur fram að myndin sé ekki á neinn hátt unnin í samráði eða samstarfi við nokkurn innan WikiLeaks. Kristinn segist ekki eiga sérstaklega von á því að skella sér á myndina þegar hún verður tekin til sýninga. Forsvarsmenn íslenska framleiðslufyrirtækisins Truenorth, sem kemur að framleiðslu myndarinnar hér á landi, vilja ekki tjá sig um myndina að svo stöddu. Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
„Ég hef heyrt ávæning af handritinu og það hefur ekki verið til þess að auka bjartsýni mína um að þarna sé vel farið með. Ég treysti Hollywood ekki sérstaklega vel til þess að vera skrásetjari sögunnar," segir Kristinn Hrafnsson talsmaður WikiLeaks. Samkvæmt heimildum fréttastofu munu tökur á kvikmyndinni, sem borið hefur vinnuheitið The Man Who Sold The World, hér á landi hefjast á fimmtudag. Myndin, sem fjallar um Wikileaks og Julian Assange, byggir á bókunum Inside WikiLeaks: My Time with Julian Assange at the World's Most Dangerous Website og Inside Julian Assange's War on Secrecy. Þingkonan Birgitta Jónsdóttir veitti handritshöfundinum Josh Singer ráðgjöf líkt og fjallað var um í Fréttablaðinu fyrr í mánuðinum. Birgitta er persóna í myndinni en það er Kristinn ekki samkvæmt heimildum fréttastofu. „Blessunarlega," segir Kristinn sem hefur miklar efasemdir um myndina enda sé lítið að marka bækurnar tvær sem liggja til grundvallar henni. „Þegar lagt er af stað með þessar bækur til grundvallar á maður ekki von á öðru en að útkoman verði týpísk Hollywood-steypa sem á lítið skylt við raunveruleikann," segir Kristinn sem þekkir vel til bókarhöfundanna. „Þarna er byggt á tveimur bókum. Annars vegar eftir Daniel Domscheit-Berg sem var hent út úr samtökunum árið 2010 eftir að hann reyndi að grafa undan Julian Assange og endaði á því að skaða samtökin með því að eyða gögnum sem höfðu verið send til samtakanna," segir Kristinn og ber höfundi hinnar bókarinnar ekki heldur vel söguna. „Hin bókin er eftir David Leigh sem hefur jafnframt, með ógætilegri meðferð upplýsinga, valdið okkur skaða. Bókin er mjög neikvæð og full af rangfærslum að mörgu leyti. Ég ætti að vita það enda var ég í nánu samstarfi við hann og fleiri." Kristinn hefur mestar áhyggjur af því að kvikmyndin fái ímynd sannsögulegrar myndar sem menn miði við sem einhvers konar sannleik um WikiLeaks. „Ég hef efasemdir um að þetta verði nokkuð annað en einhver steypa sem er fjarskyld veruleikanum. Maður hefur séð það í öðrum myndum af svipuðum toga. Zero Dark Thirty með Kathryn Bigelow og The Social Network að sumu leyti," segir Kristinn og tekur fram að myndin sé ekki á neinn hátt unnin í samráði eða samstarfi við nokkurn innan WikiLeaks. Kristinn segist ekki eiga sérstaklega von á því að skella sér á myndina þegar hún verður tekin til sýninga. Forsvarsmenn íslenska framleiðslufyrirtækisins Truenorth, sem kemur að framleiðslu myndarinnar hér á landi, vilja ekki tjá sig um myndina að svo stöddu.
Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira