Erlent

Telja að Indverjar hafi komið til Ástralíu fyrir 4.000 árum

Nýjar erfðarannsóknir gefa í skyn að fólk hafi komið til Ástralíu frá Indlandi fyrir um 4.000 árum síðan.

Áður var talið að menn hafi fyrst komið til Ástralíu fyrir 40.000 árum. Síðan hafi landið einangrast og menn ekki komið þar aftur fyrr en Evrópubúar fundu landið snemma á 19du öld.

Erfðaefni í frumbyggjum landsins sýnir hinsvegar að tengsl hafa verið á milli þeirra og Indverja í fortíðinni.

Einnig er talið að Indverjarnir hafi komið með villta hunda eða dingóa til Ástralíu. Steingervingar sýna að dingóar komu til Ástralíu á svipuðum tíma og Indverjarnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×