Innlent

Segir Umhverfisstofnun sniðganga reglugerð

Umhverfisstofnun virðist ætla að sniðganga reglugerð um bráðamengun hafs og stranda, þar sem segir að stofnunin skuli gera viðeigandi ráðstafanir í slíkum tilvikum, segir Björn Steinar Pálmason, bæjarstjori á Grundarfirði.

Björn Steinar hafði samaband við Umhverfisstofnun í gær, vegna mengunar af síldardauða í Kolgrafarfilrði. Hann segir að stofnunin beri við fjárskorti og telji sig aðeins bera skyldu til að veita upplýsingar.

Óþefur frá firðinum er nú farinn að berast inn í bæinn á Grundarfirði, íbúum þar til óþæginda og megn fýla liggur yfir firðinum sjálfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×