Erlent

Þrír látnir í umferðarslysi á Skáni - Fimmtán eru slasaðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarmenn að störfum á Skáni.
Björgunarmenn að störfum á Skáni. Mynd/ AFP.
Talið er að um 15 til 20 manns hafi slasast í umferðarslysi sem varð á E4 hraðbrautina við borgina Helsingborg á Skáni í Svíþjóð fyrr í dag. Staðfest hefur verið að þrír létust í árekstrinum, að því er fram kemur á vef Aftonbladet. Þar kemur ekki fram hvernig þessar hörmungar vildu til en fullyrt er að um 100 bílar séu hluti af þessum fjöldaárekstri. Þar af eru um 50 fólksbílar og um 50 stærri bifreiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×