Erlent

Hundrað milljónir á trúarhátíð

Þetta fólk baðst fyrir í vatninu þar sem árnar Yamuna og Ganges mætast í Allahabad í gær.
Þetta fólk baðst fyrir í vatninu þar sem árnar Yamuna og Ganges mætast í Allahabad í gær. nordicphotos/afp
Hindúahátíðin Kumbh Mela hófst í Allahabad í Indlandi í gær. Hátíðin er haldin á tólf ára fresti og er einhver stærsta trúarsamkoma sem haldin er í heiminum.

Um hundrað milljónir pílagríma koma til Allahabad þá 55 daga sem hátíðin fer fram. Hindúar trúa að það að baða sig þar sem fljótin Ganges og Yamuna mætast muni hreinsa þá af syndum sínum og veita þeim blessun.

Hátíðin hófst snemma í gærmorgun þegar „heilagir menn“, sem voru naktir og þaktir ösku, fóru út í vatnið. Mikill fjöldi fólks hafði safnast saman til að fylgja fordæmi þeirra.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×