Fleiri fréttir

Sjónarvottur fullyrðir að dólgurinn hafi verið íslenskur

Sjónarvottur fullyrðir að maðurinn sem var yfirbugaður í flugvél Icelandair í gærkvöldi, hafi verið íslenskur. Sá var hér á landi um áramótin ásamt félögum sínum, en vinur hans, sá sem tók myndina sem fer eins og eldur um sinu á netinu - og er meðal annars ein sú vinsælasta á reddit.com núna - segir að hann hafi verið raunverulega hræddur við manninn.

Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair

Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt.

Nýtt frumvarp um persónukjör tilbúið

Kjósendum við sveitastjórnarkosningar gefst kostur á að greiða einstökum frambjóðendum persónuatkvæði, samkvæmt nýju frumvarpi sem innanríkisráðuneytið hefur unnið. Verði frumvarpið samþykkt geta kjósendur því að miklu leyti ákvarðað röð efstu manna af því að samanlögð persónuatkvæði hvers frambjóðanda ákvarða endanlega röð hans á listanum.

1400 Mitsubishi bílar í hafið

Ekki vildi betur til en svo að skip sem innihélt 1.400 bíla af Mitsubish-gerð sökk fyrir ströndum Hollands fyrir um mánuði síðan. Sex manns úr áhöfn skipsins er enn saknað en 18 manns var bjargað uppúr sjónum, en þeir höfðu komist í björgunarbáta.

Peter Schreyer ráðinn forstjóri Kia Motors

Þjóðverjinn Peter Schreyer hefur verið ráðinn sem einn af forstjórum Kia Motors. Schreyer hefur starfað sem yfirhönnuður Kia undanfarin sjö ár og átt stærstan þátt í mikilli velgengni Kia bíla á hönnunarsviðinu. Schreyer var kosinn maður ársins í bílaheiminum árið 2012 af bandaríska bílatímaritinu Automobile. Schreyer hefur ásamt hönnunarteymi Kia endurhannað allan bílaflota suður-kóreska bílaframleiðandans sem unnið hefur til fjölda hönnunarverðlauna um allan heim á undanförnum árum. Má þar nefna bílanna Sportage, Optima, Rio, Picanto, cee'd og pro_cee'd. Síðasta verkefni Schreyer sem yfirhönnuður fyrirtækisins var að hanna hinn nýja 7 manna fjölnotabíl Kia Carens sem kemur á markað hér á landi innan skamms. Schreyer verður einn af þremur forstjórum Kia Motors og fyrsti Evrópubúinn sem gegnir starfinu. Hann var áður hönnuður hjá þýsku bílaframleiðendunum Audi og Volkswagen og hannaði m.a. endurnýjuðu VW Bjölluna og Audi TT sportbílinn. Kia Motors hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin misseri og hefur sala fyrirtækisins margfaldast. Á Íslandi er Kia Motors þriðja mest selda bíltegundin og var með hátt í 10% markaðshlutdeild á árinu 2012.

Hefur svarað 200 fyrirspurnum vegna hótana á netinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur svarað um 200 fyrirspurnum um hótanir á netinu á síðastliðnum mánuðum, samkvæmt viðtali við Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumann, sem rætt var við í morgunútvarpi Rásar 2 í dag.

Auris frumsýndur á morgun

Ný kynslóð Toyota Auris er fulltrúi nýrrar hönnunarstefnu Toyota og breytingarnar á bílnum leyna sér ekki enda er greinilega lögð áhersla á sportlegt og skemmtilegt útlit hans. Þá hefur verið kappkostað að gera innanrýmið bæði fallegt og notadrjúgt og vel til tekist. Ný kynslóð Toyota Auris verður kynnt hjá söluaðilum Toyota í Kauptúni í Garðabæ, Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri á morgun laugardag, 5. janúar á bílasýningu á öllum stöðunum frá kl. 12 til 16. Nýir Auriseigendur geta valið á milli fjögurra véla og fengið bílinn með 1,33 lítra bensínvél, 1,6 l. bensínvél, Hybridútfærslu með 1.8 l. bensínvél eða 1.4 l. dísilvél. Nýr Auris kostar frá kr. 3.250.000 kr. en það er beinskiptur bensínbíll með 1,33 lítra vél. Sjálfskiptur bensínbíll með 1,6 lítra vél kostar 4.290.000 kr. og Auris Hybrid kostar 4.690.000 kr.

Frakkar kveiktu í 1.193 bílum á gamlárskvöld

Íslendingar kveikja í brennum á gamlárskvöld en Frakkar kveikja í æ fleiri bílum við sama tækifæri. Mjög margir bílar hafa orðið fyrir barðinu á brennuvörgum síðustu tvö gamlárskvöld, en örlítið færri bílar voru brenndir ári fyrr, eða 1.147. Þeir voru hinsvegar “aðeins” um 400 árin 2007 og 2008, en tölur um brennda bíla voru ekki birtar næstu tvö ár. Líkleg ástæða þess er talin sú að þáverandi stjórnvöld töldu brunana vera mótmæli og fjöldi þeirra væri ekki heppilegur til birtingar. Engu að síður liggja þessar tölur fyrir frá síðustu tveimur áramótum og litlu máli virðist skipta hver er við stjórnvölinn, Nicolas Sarkozy fyrir ári eða Francois Hollande nú. Mjög er deilt á birtingu þessara talna um bílabruna og er talið að þær hvetji til enn fleiri bruna við næstu áramót og espi hugsanlega hin ýmsu gengi til keppni í bílabruna.

Fórnarlömb nauðgana taka frekar áhættu á meðgöngu

Verðandi mæður sem hafa orðið fyrir nauðgun eru líklegri en aðrar til að reykja, vera of þungar og nota vímuefni, samkvæmt nýrri rannsókn. Allt eru fylgifiskar áfallastreituröskunar, þunglyndis og kvíða.

Geta ekkert aðhafst í deilunni við CBS

Menntamálaráðuneytið segist ekki geta aðhafst vegna kvartana íslenskra námsmanna undan tungumálaviðmiðum Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS). Dönsk stjórnvöld segja skólanum frjálst að setja viðmið um tungumálakunnáttu.

Vinnueftirlitið fer yfir verkferla í kjölfar slyss

Vinnueftirlitið skoðar nú tildrög rúllustigaslyssins í Firði rétt fyrir jól. Verkferlar verða yfirfarnir í kjölfar slyssins. Þúsundir misalvarlegra rúllustigaslysa verða í heiminum á hverju ári. Öll slys eru óásættanleg, segir deildarstjóri eftirlitsins.

Nýir foreldrar fá jafnari rétt til orlofs

Frumvarpi um fæðingarorlof var breytt rétt fyrir jól. Samkvæmt nýju lögunum fá foreldrar fimm mánaða orlof hvort um sig auk þess sem tveimur mánuðum má skipta á milli foreldra. Einhleypir foreldrar og börn þeirra fá sama rétt og aðrir.

Sjá fram á landlæga sæðisþurrð í Danaveldi

Nýjar og strangari reglur um gjafasæði í Danmörku gætu orðið til þess að sæðisbankinn Cryos International í Árósum, stærsti sæðisbanki heims, hætti að sjá Dönum fyrir sæði. Þetta kemur fram í frétt á vef danska ríkisútvarpsins, DR.

Með forræðið þrátt fyrir morð

Alls hafa mæður 179 barna í Svíþjóð verið myrtar frá því árið 2000. Feður 126 þessara barna hafa verið þeir sem myrtu mæðurnar. Þetta er niðurstaða úttektar sænska blaðsins Aftonbladet á morðum og drápum á konum. Sérstök rannsókn á aðstæðum 54 barna leiddi í ljós að í fjórum tilfellum af hverjum 10 eru feðurnir enn með forræði yfir börnunum. Í mörgum tilfellum geta feður sem banað hafa mæðrum barna sinna stýrt lífi barnanna frá fangelsinu og meðal annars gert athugasemdir við val á fósturheimili eða lyfjameðferð vegna veikinda barnanna. Feður geta einnig neitað að skrifa undir umsókn um vegabréf.

ASÍ vill fá umsaminn kaupmátt

"Við viljum ekki hafa frumkvæði að því að opna samningana heldur frekar reyna að standa við þá eins og við getum,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Rannsaka brjóstverki, HIV og líkamsárásir

„Klínísk einkenni kvenna sem komu á bráðamóttöku á Hringbraut vegna brjóstverkja í viku efnahagshrunsins 2008“, „Eðlisbreyting í stórfelldum líkamsárásum á 21. öldinni“ og „Algengi og þýðing óeðlilegs hjartalínurits hjá íslenskum knattspyrnumönnum“ eru yfirskriftir nýrra rannsókna sem eru meðal þeirra sem Persónuvernd hefur leyft að notuð verði trúnaðargögn til að framkvæma.

Fjármál kirkjunnar og söfnun tvennt ólíkt

„Kirkjan er að fara fram á að almenningur sameinist um það að gera þetta að forgangsverkefni, og það er af því að neyðin er svo mikil. Spítalinn er í algerri öng,“ segir séra Birgir Ásgeirsson prófastur um þá tillögu Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, að kirkjan standi fyrir söfnun til handa Landspítalanum.

Myrti þrjár og var handtekinn

Maður vopnaður riffli og skammbyssu myrti þrjár konur og særði tvo menn á miðvikudagskvöld í svissneska þorpinu Daillon.

Fleiri nýburar í Færeyjum 2012

Á nýliðnu ári fæddust 622 börn í Færeyjum, sem er nokkuð meira en árið 2011 þegar 576 börn fæddust. Á fréttavefnum Portalnum kemur fram að 596 barnanna hafi fæðst á Landssjúkrahúsinu í Þórshöfn.

Var ekin niður af læknabíl

Tvítug kona slasaðist nokkuð í Kaupmannahöfn á nýársmorgni eftir að hafa orðið fyrir læknabíl við Ráðhústorgið.

Aðeins ekið á 70 að Þríhnúkagíg

Skipulagsstofnun segir að þótt áhrif af fyrirhuguðum mannvirkjum við Þríhnúkagíg séu að langmestu leyti afturkræf geti þau ásamt stígagerð haft neikvæð áhrif á verndargildi gígsins. Þá séu framkvæmdirnar innan vatnsverndarsvæðis.

Snjóbræðslan brátt í gagnið

Snjóbræðslukerfi sem lagt var undir Klapparstíg í nýafstöðnum endurbótum á milli Laugavegar og Hverfisgötu verður tengt öðru hvoru megin við helgina.

Slökkviliðið kallað út 2.306 sinnum

Slökkvilið Akureyrar var kallað út 2.306 sinnum á nýliðnu ári. Það er um 8% fjölgun frá fyrra ári. 1.768 sinnum var liðið kallað út á sjúkrabílum á nýliðnu ári, en það er um 13% aukning frá fyrra ári.

Merki frá vita trufluðust

Svo virðist sem einhver hafi skotið úr riffli á Hólmsbergsvita við Helguvík fyrir skömmu. Að öllum líkindum var skotið á vitaljósið því merkjasendingar vitans trufluðust.

Prófuðu flóðbylgjusprengjur árið 1944

Gömul leyniskjöl sem nýlega fundust í skjalasafni nýsjálenska hersins sýna að Bandaríkjamenn og Nýsjálendingar þróuðu og prófuðu sprengjur sem gátu framkallað flóðbylgjur á síðustu árum seinni heimstyrjaldarinnar.

Tólf ára drengur töluvert brenndur eftir rokeldspýtur

Tólf ára drengur brenndist töluvert á hendi í gærkvöldi þegar heill stokkur af rokeldspýtum til að kveikja í flugeldum, fuðraði skyndilega upp í hendi hans við Þorláksgeisla í Reykjavík. Hann hlaut annars og þriðja stigs bruna og var fluttur á slysadeild.

Hugo Chavez liggur þungt haldinn í öndunarvél

Hugo Chavez forseti Venesúela liggur nú þungt haldinn í öndunarvél á Kúbu. Hann þjáist af mjög alvarlegri sýkingu í lungum og öndunarfærum eftir að hafa farið í fjórðu skurðaðgerð sína gegn krabbameini á Kúbu í síðasta mánuði.

Fimm skip komin á loðnumiðin norðaustur af landinu

Að minnsta kosti fimm loðnuskip eru haldin út til loðnuleitar og eru þau nú dreifð um svæði djúpt norðaustur af landinu. Ekki hafa enn borist fréttir af veiðum enn sem komið er, enda skipin ný komin á svæðið.

Áfram ófær um að loka Guantanamo

Obama Bandaríkjaforseti segist nauðbeygður hafa staðfest lög sem gera honum áfram ókleift að loka Guantanamo-búðunum á Kúbu. Með lögunum tryggði hann Bandaríkjaher fjármagn til að halda áfram umsvifum sínum víða um heim.

Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017

Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang.

Sjá næstu 50 fréttir