Innlent

Nýtt frumvarp um persónukjör tilbúið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Kjósendum við sveitastjórnarkosningar gefst kostur á að greiða einstökum frambjóðendum persónuatkvæði, samkvæmt nýju frumvarpi sem innanríkisráðuneytið hefur unnið. Verði frumvarpið samþykkt geta kjósendur því að miklu leyti ákvarðað röð efstu manna af því að samanlögð persónuatkvæði hvers frambjóðanda ákvarða endanlega röð hans á listanum.

Frumvarpið byggist tillögum frá starfshópi innanríkisráðherra um persónukjör sem kynntar voru á vef ráðuneytisins í september síðastliðnum. Ráðuneytið segir að hugmyndin um að auka persónukjör tengist almennum sjónarmiðum um aðhald kjósenda með stjórnmálasamtökum og aukinni þátttöku kjósenda í lýðræðislegu starfi.

Hér má lesa meira um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×