Innlent

Tólf ára drengur töluvert brenndur eftir rokeldspýtur

Tólf ára drengur brenndist töluvert á hendi í gærkvöldi þegar heill stokkur af rokeldspýtum til að kveikja í flugeldum, fuðraði skyndilega upp í hendi hans við Þorláksgeisla í Reykjavík. Hann hlaut annars og þriðja stigs bruna og var fluttur á slysadeild.

Þá var tilkynnt um eignaspjöll við Hrísmóa í nótt þar sem nokkrir póstkassar í fjölbýlishúsi höfðu verið sprengdir upp með flugeldum og eru kassarnir ónýtir. Íbúar sáu nokkra unglingspilta forða sér af vettvangi og eru þeir ófundnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×