Innlent

Fimm skip komin á loðnumiðin norðaustur af landinu

Að minnsta kosti fimm loðnuskip eru haldin út til loðnuleitar og eru þau nú dreifð um svæði djúpt norðaustur af landinu. Ekki hafa enn borist fréttir af veiðum enn sem komið er, enda skipin ný komin á svæðið.

Þá heldur hafrannsóknaskip frá Reykjavík í dag til loðnuleitar og er mikilvægt að sá leiðangur gangi vel, því vegna breytinga á göngumynstri loðnunnar hefur sáralítið af veiðistofninum fundist við haustmælingar undanfarin ár. Því hefur ríkt óvissa um stærð kvótans í upphafi árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×