Innlent

Merki frá vita trufluðust

KH skrifar
Svo virðist sem einhver hafi skotið úr riffli á Hólmsbergsvita við Helguvík fyrir skömmu. Að öllum líkindum var skotið á vitaljósið því merkjasendingar vitans trufluðust.

Skemmdirnar komu í ljós í eftirlitsferð starfsmanna Siglingastofnunar rétt fyrir áramót. Vitinn hefur verið lagaður og gefur nú frá sér rétt merki.

Hólmsbergsviti er viti til leiðsagnar siglinga meðfram strönd Reykjanesskaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×